Með höfuðáverka eftir hestaslys

Þyrla Gæslunnar er á leið til Reykjavíkur með slasaða konu.
Þyrla Gæslunnar er á leið til Reykjavíkur með slasaða konu. mbl.is

Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leið til Reykjavíkur með eldri konu sem slasaðist alvarlega í hestaslysi í Laxárdal í Dölum.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Borgarnesi er konan, sem er frá Bandaríkjunum, með skerta meðvitund og höfuðáverka eftir fallið. 

Frekari upplýsingar liggja ekki fyrir að svo stöddu.

mbl.is