Ásbjörn hyggst hætta á þingi

Ásbjörn Óttarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Ásbjörn Óttarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is

Ásbjörn Óttarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hyggst ekki gefa kost á sér til frekari starfa á Alþingi eftir næstu þingkosningar sem fyrirhugaðar eru næsta vor. Þetta kemur fram á fréttavef Skessuhorns í kvöld en Ásbjörn hefur setið á þingi frá árinu 2009 og er oddviti Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu.

Ásbjörn tilkynnti ákvörðun sína á fundi kjördæmaráðs sjálfstæðisfélaganna í Norðvesturkjördæmi sem fram fór í kvöld. Hann sagði að hann hefði staðið frammi fyrir þeim tveimur kostum að halda áfram í landamálapólitíkinni eða einbeita sér að rekstri fyrirtækis síns Nesvers ehf.

Þá kemur fram í fréttinni að ákveðið verði á fundi kjördæmaþings í Borgarnesi 13. september næstkomandi með hvaða hætti verði valið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu en þrjár leiðir eru í boði í þeim efnum; prófkjör, uppstilling eða kjör á tvöföldu kjördæmaþingi.

Frétta Skessuhorns

mbl.is

Bloggað um fréttina