Sögufrægt hús í miðbænum til sölu

Reykjarvíkurapótek var lengi með rekstur í húsinu.
Reykjarvíkurapótek var lengi með rekstur í húsinu. mbl.is/Árni Sæberg

Allt húsið við Austurstræti 16 í Reykjavík, þar sem Reykjavíkurapótek var lengi til húsa, hefur verið sett á sölu og er óskað eftir tilboðum.

Húsið á sér merka sögu. Það var byggt í núverandi mynd árið 1917 eftir að hús sem fyrir var á sama stað brann árið 1915. Landsbankinn var með starfsemi í húsinu árið 1918 til 1924 og árið 1930 flutti elsta apótek landsins, Reykjavíkurapótek, inn í húsið og hefur það verið kennt við apótekið síðan. Reykjavíkurapótek stóð áður við Thorvaldsensstræti og þar á undan í Nesstofu.

Fasteignasalan Miklaborg sér um söluna á húsinu. Brunabótamat þess er um 1,1 milljarður króna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »