Fimm ár fyrir tilraun til manndráps

Héraðsdómur Reykjaness í Hafnarfirði
Héraðsdómur Reykjaness í Hafnarfirði mbl.is/Ómar Óskarsson

Karlmaður á þrítugsaldri var í dag dæmur í fimm ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps í Héraðsdómi Reykjaness. Þá var hann dæmdur til þess að greiða fórnarlambi sínu eina og hálfa milljón króna í skaðabætur sem og annan sakarkostnað.

Forsaga málsins er sú að maðurinn réðst á fyrrverandi eiginkonu föður síns á heimili hennar í Kópavogi aðfaranótt 1. apríl síðastliðins í kjölfar ásakana um að hafa stolið af honum 1.500 krónum og að hafa eyðilagt líf sitt og föður síns. Hann réðst á hana þar sem hún sat í sófa í stofunni og tók hana kverkataki og kýldi hana í síðu, hendur og andlit. Þá reyndi hann að kæfa hana með því að halda kodda fyrir andliti hennar.

Maðurinn var handtekinn af lögreglu síðar um nóttina en þá hafði hann ráðist aftur á konuna og meðal annars barið hana með kertastjaka. Hann virðurkenndi brot sitt fyrir lögreglu og ennfremur að markmiðið hefði verið að drepa konuna.

Frétt mbl.is: Reyndi að drepa eiginkonu föður síns

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert