177 mál á málaskrá ríkisstjórnarinnar

mbl.is/Ómar

Forsætisráðuneytið hefur birt þingmálaskrá yfir þau mál sem ríkisstjórnin hyggst leggja fram á Alþingi í haust og eftir áramótin.

Alls eru 177 mál á málaskránni, að meðtöldum skýrslum, sem lögð verða fram á Alþingi. Ný þingmál sem leggja á fyrir Alþingi eru 117 talsins og auk þess verða endurflutt fjölmörg þingmál.

Meðal mála sem forsætisráðherra ætlar leggja fram í haust er frumvarp um auðlindaarð í orkugeiranum og frumvarp um breytingu á stjórnsýslulögum þar sem „verður stefnt að því að einfalda og samræma lagaákvæði um þagnarskyldu opinberra starfsmanna og skýra skyldur þeirra varðandi meðferð trúnaðarupplýsinga“, eins og segir í lýsingu. Atvinnuvegaráðherra ætlar í haust að flytja frumvarp um stjórn fiskveiða sem byggist á frumvarpinu sem lagt var fram sl. vor „en jafnframt verður höfð hliðsjón af þeirri umfjöllun sem það frumvarp hlaut á Alþingi“.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »