Óttast valdamikið fólk í Nígeríu

Nígeríumaðurinn Samuel Unuko sem hefur dvalist hér á landi frá því í desember óttast að valdamikið fólk í heimalandi hans myndi ógna öryggi hans sneri hann aftur, en hann tók á sínum tíma þátt í pólitísku starfi aðgerðasinna gegn stjórnvöldum á námsárum sínum. Hann er mjög gagnrýninn á handtöku sína í gær en hann var í haldi frá kl.16:30 til 1:30 í nótt og til stóð að senda hann aftur til Svíþjóðar.

Samuel hefur undanfarna daga unnið hjá ICP Seafood og á íslenska kærustu en fyrir nokkru fékk hann sent bréf um að til stæði að senda hann aftur til Svíþjóðar fengi hann ekki vinnu eða gæti sýnt fram á tengsl við landið. Eftir það fékk hann vinnuna en upplýsingar þess efnis bárust yfirvöldum ekki í tæka tíð og því var hann tekinn höndum í gær.

Samuel segir að mjög algengt að stúdentar taki þátt í starfi stjórnmálahreyfinga sem beiti stundum róttækum aðgerðum í heimalandi sínu en segist hafa yfirgefið félagsskapinn þegar ætlast var til að hann ynni ofbeldisverk. En á meðal þess sem hann tók þátt í var að skipuleggja uppþot til að mótmæla stjórnvöldum.

Frétt mbl.is: Er í lífshættu í heimalandinu

Frétt mbl.is: Handtekinn og verður vísað úr landi

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert