Kosningar um tillögur Stjórnlagaráðs kosta 240 milljónir

Stjórnlagaráð að störfum.
Stjórnlagaráð að störfum. mbl.isGolli / Kjartan Þorbjörnsson

Innanríkisráðuneytið óskar í frumvarpi til fjáraukalaga eftir 240 milljóna króna fjárheimild til að standa undir útgjöldum við framkvæmd kosninga vegna tillagna Stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá, sem gert er ráð fyrir að verði haldnar fyrir lok október á þessu ári.

Með lögum nr. 162/2006, um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og upplýsingaskyldu þeirra, er kveðið á um þá breytingu að í lögum um kosningar komi ríkissjóður í stað sveitarsjóða að því er varðar greiðslu kostnaðar sem sveitarsjóðir höfðu áður borið. Er þar um að ræða kostnað vegna starfa undirkjörstjórna og kjörstjórna, fyrir húsnæði til kjörfunda o.fl.

Fyrirkomulagið er með þeim hætti að ríkið greiðir sveitarstjórnum 530 kr. fyrir hvern einstakling á kjörskrá og 390 þús. kr. fyrir hvern kjörstað en sveitarstjórnir annast framkvæmd kosninganna eins og verið hefur, þar á meðal að greiða þóknanir til starfsfólks kjörstjórnar, útvega húsnæði, aðstöðu o.þ.h.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert