Samráðsteymi í makríldeilunni

„Okkar hlutverk núna er að leiðrétta vitleysur og ranghugmyndir sem menn hafa um stöðuna á Íslandi,“ segir Steingrímur J. Sigfússon um stöðu og hlutverk stjórnvalda í makríldeilunni.

Að sögn hans hefur verið sett saman samráðsteymi með fulltrúum úr atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og utanríkisráðuneyti sem hefur það hlutverk að meta lögfræðigögn og koma sjónarmiðum Íslands á framfæri.

„Oft á tíðum höfum við séð mjög einhliða og villandi málflutning frá þeim sem lengst ganga í umræðunni gegn okkur,“ segir Steingrímur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert