Verkefnið að bæta umgjörð krónunnar

Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvegaráðherra.
Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvegaráðherra. mbl.is/Kristinn

Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvegaráðherra, sagði á Alþingi í dag ljóst að verkefnið framundan í peningamálum þjóðarinnar væri að styrkja umgjörðina í kringum krónuna enda væri ljóst að Íslendingar ættu eftir að búa við hana í það minnsta næstu árin sama hvað leið yrði að öðru leyti farin í þeim efnum.

Þetta kom fram í máli ráð ráðherrans í umræðum í þinginu um skýrslu Seðlabanka Íslands um þá valkosti sem Íslendingar kunna að hafa ef ákveðið yrði að leggja niður íslensku krónuna. Sagði hann að þó ekki hefði tekist nægjanlega vel upp við íslenska peningamálastjórn til þessa væri ekki rétt að útiloka að það mætti bæta.

Steingrímur lagði ennfremur áherslu á, og vísaði í skýrsluna, að evran sem gjaldmiðill ætti við mikla erfiðleika að etja sem ekki sæi fyrir endann á. Jafnvel þó Ísland gengi í Evrópusambandið þá yrði ekki raunhæft að taka upp evruna hér á landi fyrr en að liðnum mörgum árum.

mbl.is