Bíllaus dagur í borginni

Göngugata á Laugavegi.
Göngugata á Laugavegi. mbl.isÓmar Óskarsson

Það má segja að sumarið snúi aftur í miðborg Reykjavíkur á morgun, laugardaginn 22. september, því í tilefni bíllausa dagsins verða sumargötur endurvaktar. Gestir og gangandi eru hvattir til að heimsækja miðborgina kynna sér stæðaæði, menningu og iðandi líf miðborgarinnar. Þetta kemur fram í frétt á vef Reykjavíkurborgar.

Lækjargata verður lokuð fyrir bílaumferð á milli Vonarstrætis og Hverfisgötu en þó akstursfær fyrir strætó um strætóreinar. Laugavegi og Skólavörðustíg verður lokað fyrir bílaumferð við Bergstaðastræti, Bankastræti verður göngugata og Pósthússtræti sömuleiðis frá Kirkjustræti til Hafnarstrætis.

Hér er kort sem sýnir þær götur sem lokaðar verða fyrir bílaumferð laugardaginn 22. september frá kl. 10.00-14.00. Alþjóðlegi bíllausi dagurinn bindur endahnút á samgönguviku.

mbl.is