Siv hættir

Siv Friðleifsdóttir.
Siv Friðleifsdóttir. mynd/Johannes Jansson/norden.org

Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs í komandi þingkosningum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Siv hefur sent fjölmiðlum.

„Fyrir nokkru tók ég þá ákvörðun að gefa ekki kost á mér til endurkjörs í komandi alþingiskosningum. Þá ákvörðun tók ég í ljósi þess að ég hef í langan tíma lagt alla mína krafta í stjórnmál.

Ég hef verið alþingismaður í 18 ár og þar af ráðherra í 6 ár. Fyrst var ég kjörin á Alþingi 1995 og síðan endurkjörin 1999, 2003, 2007 og 2009. Árin 1999-2004 var ég umhverfisráðherra og samstarfsráðherra Norðurlandanna og síðan heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra 2006-2007. Þá var ég einnig bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi 1990-1998.

Í störfum mínum að stjórnmálum hef ég leitast við að vera rökvís og hafa hógværð, réttlæti og sanngirni að leiðarljósi. Það eru þau gildi sem treysta farsæld og reynast manni best þegar upp er staðið.

Á síðustu árum hef ég fengið tækifæri til að takast á við mörg krefjandi framfaramál og er stolt af þeim störfum. Stoltust er ég m.a. af því að leggja fram fyrstu náttúruverndaráætlun landsins. Við vinnslu hennar skoðaði ég um 70 svæði um allt land, sem sérfræðingar höfðu lagt til að yrðu vernduð vegna náttúruverndarhagsmuna. Einnig er ég stolt af tímabundinni friðun rjúpunnar, starfi að jafnréttismálum, vinnu við norrænt samstarf, gerð nýtingaráætlunar vegna vaxandi ferðamannastraums og framlagi mínu til byggingar nýs Barnaspítala og lýðheilsu- og neytendamála svo eitthvað sé nefnt. Af mörgu er að taka í þessu sambandi.

Mörg mál brenna mjög á mér, t. d. jafnréttismál og lýðheilsumál. Óska ég þess að samfélagið taki almennt miklu fastar á í báðum þessum málaflokkum, og á ég þá ekki bara við stjórnvöld heldur samfélagið allt, skólarnir, vinnustaðirnir og heimilin.

Í síðasta mánuði átti ég stórafmæli og stend því á nokkrum tímamótum. Ég met það svo að tíminn framundan sé kjörinn til að takast á við önnur verkefni. Hver þau verða mun tíminn leiða í ljós.

Kjósendum mínum þakka ég fyrir það trúnaðartraust sem þeir hafa sýnt mér með því að veita mér umboð til að starfa í þágu þjóðarinnar. Stuðningsmönnum mínum til langs tíma, sem hafa lagt mikla og óeigingjarna vinnu í flokksstarf og annað samfélagsstarf, vil ég þakka fyrir ómetanlegt framlag. Slíkir stuðningsmenn leggja grunninn að árangursríku stjórnmálastarfi. 

Þótt ég muni sjálf ekki vera í eldlínunni í komandi kosningum mun ég leggja allt kapp á að Framsóknarflokkurinn fái góða kosningu um allt land. Sá flokkur hefur að mínu mati lykilhlutverki að gegna á komandi kjörtímabili. Ég hlakka til baráttunnar sem framundan er,“ segir í yfirlýsingunni.

mbl.is

Innlent »

Tugþúsundir fylgdust með

Í gær, 23:15 Menningarnótt hefur farið mjög vel fram í alla staði, segir Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri í lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu þegar blaðamaður mbl.is ræddi við hann í kvöld. Flugeldasýningin hófst klukkan 23:10 og var lokaatriði Menningarnætur 2019. Tugþúsundir fylgdust með. Meira »

Mikið að gera hjá slökkviliðinu

Í gær, 21:45 Það hefur verið annasamt það sem af er kvöldi hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Þrjú brunaútköll og mikið álag vegna slysa í miðbæ Reykjavíkur. Þetta segir varðstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu í samtali við mbl.is. Meira »

Loksins gekk potturinn út

Í gær, 19:56 Loksins gekk lottópotturinn út en hann var áttfaldur í kvöld og nam alls 131 milljón króna. Fimm miðaeigendur voru með allar tölur réttar og fær hver þeirra rúmlega 26 milljónir króna í sinn hlut. Meira »

Stormviðvörun á höfuðborgarsvæðinu

Í gær, 19:41 Gefin hefur verið út gul stormviðvörun um sunnan- og vestanvert landið á morgun en spáð er 30-35 m/s í hviðum á Kjalarnesi, undir Hafnarfjalli og Eyjafjöllum. Höfuðborgarbúar eru beðnir um að ganga frá lausum munum, svo sem garðhúsgögnum og trampólínum til að forðast tjón. Meira »

Terturnar komu í lögreglufylgd

Í gær, 19:23 Brauðterturnar sem tóku þátt í brauðtertusamkeppni í Listasafni Reykjavíkur í dag komu til keppni í lögreglufylgd. Alls voru brauðterturnar 17 talsins sem tóku þátt í keppninni, að sögn Erlu Hlynsdóttur, sem var í dómnefnd keppninnar. Meira »

Kæra niðurfellingu máls

Í gær, 18:35 Foreldar ungrar konu sem lést í kjölfar afskipta lögreglu af henni í apríl síðastliðnum hafa kært ákvörðun héraðssaksóknara um niðurfellingu málsins til ríkissaksóknara. Meira »

7203 hlupu 10 km

Í gær, 18:06 Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fór fram í 36.sinn í frábæru hlaupaveðri í dag. Til þátttöku voru skráðir 14.667 hlauparar á öllum aldri. Þátttökumet var sett í 10 km hlaupinu þar sem 7203 tóku þátt og 3 km skemmtiskokki þar sem 2436 voru skráðir til þátttöku. Meira »

Mikil gleði í miðborginni

Í gær, 18:06 „Við erum bara í hæstu hæðum. Þetta hefur gengið alveg ótrúlega. Ótrúlega mikið af fólki, sólin að skína á okkur og mikið af viðburðum út um allt. Þannig að við erum alveg ótrúlega sátt og glöð,“ segir Björg Jónsdóttir, verkefnisstjóri menningarnætur, í samtali við mbl.is. Meira »

Tekur hart á unglingadrykkju

Í gær, 16:44 Lögreglan mun taka hart á drykkju unglinga á Menningarnótt og biður foreldra um að taka þátt í að koma í veg fyrir hana. Unglingar yngri en 16 ára verða færðir í athvarf séu þeir úti eftir lögboðinn útivistartíma. Meira »

Fólk eigi að geta notað peninga

Í gær, 16:20 „Ég veit ekki til þess að þetta sé beinlínis bannað með lögum,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, spurður um greiðslufyrirkomulag hjá Air Iceland Connect. Flugfélagið tekur ekki við peningum í greiðslu fyrir flug heldur eingöngu kortum. Meira »

Áheitametið fallið

Í gær, 16:07 Áheitametið í tengslum við Reykjavíkurmaraþonið frá því í fyrra er fallið og allt stefnir í að áheitin fari yfir 160 milljónir í ár, en þau eru þegar komin í rúmlega 159 milljónir króna. Áheitasöfnunin verður opin til miðnættis á mánudag. Meira »

14 aukavagnar vegna álags

Í gær, 15:47 Það er óhætt að segja að mikið er um að vera hjá Strætó í dag, en að venju boðið er frítt far vegna menningarnætur. Þá er þetta mesti álagsdagur ársins hjá fyrirtækinu, að sögn Guðmundar Heiðars Helgasonar, upplýsingafulltrúa Strætó bs. Meira »

Taka ekki við peningum sem greiðslu

Í gær, 14:45 Flugfarþegar með innanlandsflugi Air Iceland Connect geta ekki greitt fyrir flugfarið með peningaseðlum. Eingöngu er tekið við greiðslum með kortum í afgreiðslunni. Þessi breyting tók gildi fyrir um ári síðan. Meira »

Eins og að fara í ræktina

Í gær, 14:28 Mannræktarstarfi frímúrara má líkja við það að stunda líkamsrækt. Þetta segir Valur Valsson stórmeistari Frímúrarareglunnar en í ár eru 45 ár liðin frá því að hann gekk í Regluna. Hann segir eðlilegar ástæður fyrir þeirri leynd sem starf frímúrara hefur verið sveipað í aldanna rás. Meira »

Ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnabrot

Í gær, 13:22 Þrír ungir Íslendingar hafa verið ákærðir fyrir að flytja rúm 16 kíló af kókaíni í gegnum Keflavíkurflugvöll í maí. Mennirnir eru fæddir árin 1996 og 1999 og hafa ekki áður komið við sögu hjá lögreglu. Meira »

Lampi úr fataafgöngum á tískuviku

Í gær, 13:20 Lampi og borð úr gömlum bómullar- og ullartextíl sem er pressaður saman verða meðal þess sem íslenska frumkvöðlafyrirtækið FÓLK mun kynna á alþjóðlegu stórsýningunni Maison & Objet sem fram fer í París 6.-10. september og er hluti af tískuvikunni þar í borg. Meira »

„Minni háttar sem betur fer“

Í gær, 12:38 „Þetta var minni háttar sem betur fer. Engin slys og vélin skemmdist lítið,“ segir Rúnar Árnason, forstöðumaður Flugakademíu Keilis. Kennslu­vél á veg­um akademíunnar hlekkt­ist á í lend­ingu á flug­vell­in­um á Flúðum í morg­un. Meira »

Arnar og Hólmfríður Íslandsmeistarar

Í gær, 12:25 Arnar Pétursson var fyrstur í mark í maraþoni Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka, sem jafnframt er Íslandsmeistaramót í maraþoni og er Arnar því Íslandsmeistari fjórða árið í röð. Meira »

Hlekktist á við lendingu

Í gær, 12:02 Kennsluvél á vegum Keilis hlekktist á í lendingu á flugvellinum á Flúðum í morgun. Einn nemandi var um borð í vélinni en hann sakaði ekki. Meira »
STOFUSKÁPUR
TIL SÖLU NÝLEGUR STOFUSKÁPUR ( HVÍTLAKKAÐUR) MEÐ GLERHILLUM. STÆRÐ: B=78, D=41...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
Gisting við flugvöll...
Lítið og kósí sumarhús við lítinn flugvöll á kjarri vöxnu landi á suðurl. 2 nætu...
Útsala ! Kommóða og eldhússtólar...
Till sölu 3ja skúffu kommóða,ljós viðarlit. Lítur mjög vel út.. Verð kr 2000......