Vill fund um vernd uppljóstrara

Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins.
Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins.

„Ég hef því óskað eftir fundi í allsherjar- og menntamálanefnd með fulltrúum ráðuneytisins og starfshóps sem skipaður var til að fylgja tillögunni eftir til að fá upplýsingar um hvenær við munum sjá lagafrumvarp í þessum anda frá ráðherranum,“ segir Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, á heimasíðu sinni.

Hún vísar þar til þingsályktunartillögu „um að Ísland skapi sér afgerandi lagalega sérstöðu varðandi vernd tjáningar- og upplýsingafrelsi“ sem Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, flutti ásamt Eygló og 17 öðrum þingmönnum úr öllum flokkum sem sæti eiga á Alþingi þar sem fjallað er um vernd uppljóstrara.

Tilefnið er að Ríkisendurskoðun hefur kært til lögreglu að skýrsla um bókhaldskerfi fyrir íslenska ríkið, sem fyrirtækið Skýrr, nú Advania, tók að sér að hanna og átti í upphafi að kosta 130 milljónir króna en var komið í 4 milljarða árið 2009, hafi komist í hendur umsjónarmanna Kastljóssins.

Heimasíða Eyglóar Harðardóttur

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert