Samningaviðræðum verði haldið áfram

Jón Steindór Valdimarsson.
Jón Steindór Valdimarsson.

Nauðsynlegt er að áfram verði haldið samningaviðræðum við Evrópusambandið um fulla aðild Íslands að sambandinu. Þjóðin á skilið að fyrir liggi fullbúinn samningur sem hún getur greitt atkvæði um. Á umbrotatímum er nauðsynlegt að ekki sé lokað leiðum sem geta styrkt stöðu Íslands í framtíðinni. Þetta kemur fram í ályktun aðalfundar Já Íslands sem haldinn var í gær.

 Í ályktuninni segir að jafnframt sé nauðsynlegt að fyrir þingkosningar verði settar í forgang þær breytingar á stjórnarskrá Íslands sem heimila frekara samstarf Íslands við bandalagsþjóðir sínar innan Evrópusambandsins.

 Ný stjórn samtakanna kosin á aðalfundinum fyrir árið 2012-2013:

 Jón Steindór Valdimarsson  formaður

 Arndís Kristjánsdóttir, meðstjórnandi

Valdimar Birgisson, meðstjórnandi

 Ásdís J. Rafnar, varamaður

Daði Rafnsson, varamaður

Fulltrúar félaganna sem þau velja sjálf:

Sjálfstæðir Evrópumenn - Benedikt Jóhannesson 

 Evrópusamtökin - Andrés Pétursson

Evrópuvakt Samfylkingarinnar - Anna Margrét Guðjónsdóttir

Ungir Evrópusinnar - Dagbjört Hákonardóttir

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert