Framkvæmdastjóri íhugi uppsögn

Höskuldur Þórhallsson.
Höskuldur Þórhallsson. Bragi —r J—sefsson

Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, fer fram á að framkvæmdastjóri flokksins íhugi alvarlega uppsögn sína. Þetta kemur fram í ítarlegri fréttatilkynningu frá Höskuldi. Í tilkynningunni fer Höskuldur yfir fréttaflutning af framboðsmálum sínum og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns flokksins í Norðausturkjördæmi, og segir m.a.: „Þrátt fyrir augljósar rangfærslur og tilraunir til að breyta eftir á raunverulegri atburðarás ákvað framkvæmdastjóri flokksins, Hrólfur Ölvisson, að koma fram í fjölmiðlum og saka mig um lygar. Nú var fullyrt að hann en ekki formaður flokksins hefði tilkynnt mér að kvöldi fimmtudagsins 20. september sl. um fyrirætlanir Sigmundar Davíðs. Þetta er fullyrt þrátt fyrir að fyrir liggi sms frá föstudeginum 21. september sl. frá formanni flokksins um að hann vilji ræða við mig um mikilvægt mál í trúnaði.“

Fréttatilkynning Höskuldar í heild:

Í fréttatilkynningu sem ég var nauðbeygður að senda frá mér sl. mánudag gerði ég mér far um að leiðrétta rangan fréttaflutning af atburðum í Framsóknarflokknum um síðustu helgi. Ég sé mig, því miður, enn knúinn til að leiðrétta rangfærslur. Ég fer einnig fram á að framkvæmdastjóri flokksins íhugi alvarlega uppsögn sína. Ég ítreka að ég harma þá stöðu sem komin er upp í Framsóknarflokknum með ákvörðun Sigmundar Davíðs.

Þegar ég heyrði kvöldfréttir, bæði á Stöð 2 og í Ríkissjónvarpinu sl. sunnudag, varð mér ljóst að búið var að hanna atburðarás sem á sér ekki stoð í raunveruleikanum.

Þannig kom eftirfarandi fram í fréttatíma Stöðvar 2:

„Þeir Sigmundur Davíð og Höskuldur funduðu í gær á Sauðárkróki ásamt öðrum trúnaðarmönnum flokksins í Norðausturkjördæmi til að finna lausn á þeirri stöðu sem upp er komin samkvæmt upplýsingum Stöðvar 2. Þetta var eftir haustfund Framsóknar á Króknum þar sem allir þingmenn flokksins voru saman komnir. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu ræddu þeir Sigmundur Davíð og Höskuldur einnig saman í dag án niðurstöðu.“

Heimildirnar sem fréttastofan studdist við eru rangar. Enginn slíkur fundur átti sér stað, hvorki með Sigmundi Davíð né öðrum trúnaðarmönnum flokksins. Eins og áður hefur komið fram fékk ég upplýsingar um framboð Sigmundar Davíðs í símtali um hádegisbilið, strax eftir fundinn. Þá hafði fréttatilkynning þess efnis birst í fjölmiðlum. Ég fór rakleiðis heim til Akureyrar enda ljóst að dagurinn yrði annasamur og ágangur fjölmiðla mikill.

Fyrir lok fréttatímans kom ég eftirfarandi athugasemdum að:

„Í tengslum við frétt okkar hér áðan um Framsóknarflokkinn þá vill Höskuldur Þór Þórhallsson koma því á framfæri að það sé rangt að hann og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafi rætt sérstaklega saman um þá ákvörðun Sigmundar Davíðs að gefa kost á sér í fyrsta sæti í Norðausturkjördæmi. Höskuldur segir það ekki hafa verið borið undir sig að víkja fyrir Sigmundi og segist ætla að halda sínu striki.“

Ég ítreka þakkir mínar til fréttastofu Stöðvar 2 að leiðrétta rangfærslurnar. Ég met mikils að fréttastofan skyldi strax hafa samband við mig og biðjast afsökunar á mistökunum. Heimildirnar hefðu einfaldlega verið rangar.

Það er alveg ljóst að fréttin sem flutt var í fréttatíma RÚV sama kvöld var af sömu rót runnin. Þar kom eftirfarandi fram:

„Þeir framsóknarmenn sem fréttastofa ræddi við í dag sögðu að innan flokksins hafði verið rætt í töluverðan tíma að Sigmundur Davíð hygðist bjóða sig fram í fyrsta sæti í kjördæminu.“

Síðustu daga hef ég í fjölmörgum samtölum mínum við fólk í Norðausturkjördæmi spurt hvort þessi fullyrðing RÚV gæti átt við rök að styðjast. Í stuttu máli er ekkert sem bendir til þess. Hvorki formenn Framsóknarfélaga á Norður- og Austurlandi, sveitarstjórnarmenn eða almennir félagsmenn sem ég hef náð sambandi við höfðu nokkra vitneskju um slíkt. Ótrúlegt væri að fjölmiðlar hefðu ekki fengið sögusagnir í hendur og þá fjallað um þær, hefðu þær verið á kreiki. Svo virðist sem einungis fámennur hópur hafi haft vitneskju um fyrirætlanir Sigmundar Davíðs.

Þrátt fyrir augljósar rangfærslur og tilraunir til að breyta eftir á raunverulegri atburðarás  ákvað framkvæmdastjóri flokksins, Hrólfur Ölvisson, að koma fram í fjölmiðlum og saka mig um lygar. Nú var fullyrt að hann en ekki formaður flokksins hefði tilkynnt mér að kvöldi fimmtudagsins 20. september sl. um fyrirætlanir Sigmundar Davíðs. Þetta er fullyrt þrátt fyrir að fyrir liggi sms frá föstudeginum 21. september sl. frá formanni flokksins um að hann vilji ræða við mig um mikilvægt mál í trúnaði og að bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins á Akureyri hafi staðfest í fjölmiðlum að ákvörðun mín um framboð hafi verið kynnt á félagsfundi á Akureyri 15. september sl.

Það er fáheyrt að starfsmaður flokksins gangi fram með slíkum hætti. Ég krefst því að Hrólfur Ölvisson íhugi alvarlega að láta af störfum fyrir Framsóknarflokkinn. Það skiptir öllu máli að félagsmenn geti treyst því að skrifstofa Framsóknarflokksins starfi af heilindum fyrir alla flokksmenn, ekki síst í væntanlegum prófkjörum fyrir komandi kosningar.

Ég vil svo láta þess getið að fyrir formannsslaginn sem átti sér stað árið 2009 sendum við Sigmundur Davíð sameiginlega beiðni þess efnis á skrifstofu Framsóknarflokksins að tiltekinn starfsmaður myndi ekki starfa á flokksskrifstofunni þar sem draga mætti hlutleysi hans í efa. Að sjálfsögðu var orðið við þeirri beiðni.

Ég harma stöðuna sem upp er komin innan Framsóknarflokksins. Ég harma einnig að ófriðarbálið sem geisað hefur hjá Framsóknarflokknum í Reykjavík undanfarin ár hafi nú verið tendrað í Norðausturkjördæmi með ákvörðun Sigmundar Davíðs.

Ég mun ótrauður halda mínu striki og er afar þakklátur fyrir þann mikla stuðning sem ég finn fyrir í Norðausturkjördæmi. Leiðtogi flokksins í kjördæminu þarf að hafa hugrekki til að leiða flokkinn í þeirri kosningabaráttu sem framundan er og kjark til að ræða mikilvæg málefni við samstarfsmenn sína. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Blær les Ísfólkið sem verða nú hljóðbækur

19:46 Leikkonan Þuríður Blær Jóhannsdóttir byrjaði í vikunni að lesa upp bækurnar um Ísfólkið en þær verða nú að hljóðbókum. „Ég er svo spennt. Þetta eru 47 bækur, þetta er rosa mikið og mikilvægt hlutverk." Meira »

Mikið framboð af lækna­dópi „sláandi“

19:45 „Mér fannst slá­andi hversu mikið fram­boð er af fíkni­efn­um, sérstaklega af am­feta­mín, kókaín og lækna­dópi og hversu auðvelt það er að kom­ast í þessa hópa ef maður hef­ur áhuga á því,” seg­ir Inga Rut Helgadóttir sem skoðaði sölu fíkni­efna á sam­fé­lags­miðlum. Meira »

Landspítalann aldrei jafn öflugur og nú

19:38 Forstjóri Landspítalans, Páll Matthíasson, segir að spítalinn hafi aldrei verið öflugri en nú og rangt sé að hann ætli að draga úr starfsemi líkt og fram hafi komið í fréttum. Meira »

Tvöfaldur pottur næst

19:27 Fyrsti vinningur gekk ekki út að þessu sinni og verður lottópotturinn tvöfaldur í næstu viku. Einn miðaeigandi var með bónusvinninginn og hlýtur hann 656.100 kr., en miðinn var keyptur í N1, Hafnargötu 86 í Reykjanesbæ. Meira »

Beinbrunasótt greind á Íslandi

18:54 Ungur maður kom í nóvember heim til Íslands eftir að hafa dvalist á Filippseyjum. Hann veiktist á heimleiðinni með hita, skjálfta, niðurgangi og almennum slappleika. Staðfest var með blóðprófi að um beinbrunasótt (Dengue) var að ræða en aðeins einu sinni áður hefur hún greinst hér á landi. Meira »

27 greindust með HIV í fyrra

18:44 Samtals greindust 27 einstaklingar með HIV-sýkingu á árinu 2017. Meðalaldur hinna sýktu er 35 ár (aldursbil 16‒59 ára). Af þeim sem greindust á árinu voru þrjár konur og 18 voru af erlendu bergi brotnir (67%). Meira »

Peningar eru ekki vandamálið

17:44 „Það er mjög óheppilegt að þetta skuli koma upp og hefði verið gott ef menn hefðu hugsað þetta áður en lagt var af stað,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra um stöðuna í millilandaflugi á Akureyri. Meira »

Konu bjargað upp úr gjá

18:06 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og björgunarsveitarfólk komu göngukonu til bjargar í Heiðmörk á sjötta tímanum en konan hafði fallið niður í gjá á gönguleið. Meira »

Ábyrgð samfélagsmiðla nú til umræðu

17:39 Lærdómurinn fyrir íslenska unglinga, sem eru endalaust að senda nektarmyndir af sér í gegnum Snapchat, er sá að þegar fólk áframsendir nektarmyndir af fólki sem er börn í lagalegum skilningi, þá er það að deila barnaklámi,“ segir María Rún Bjarnadóttir, doktorsnemi í lögfræði. Meira »

Sýning fellur niður

17:33 Leiksýningin Himnaríki og helvíti fellur niður á morgun, sunnudaginn 21. janúar, vegna veikinda.  Meira »

Óvissustig í Ólafsfjarðarmúla

16:20 Siglufjarðarvegur er enn lokaður vegna snjóflóðahættu og óvissustig gildir í Ólafsfjarðarmúla vegna snjóflóðahættu, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Veðurspáin hefur hins vegar skánað fyrir morgundaginn. Meira »

Gera kröfu í dánarbú meints geranda

15:32 Óskað verður eftir opinberri rannsókn á meintum fjárdrætti fyrrverandi starfsmanns Malbikunarstöðvarinnar Höfða hf. á árunum 2010-2015. Lögmanni Höfða hefur verið falið að gera kröfu í dánarbú meints geranda. Meira »

Látinn laus í Malaga

14:50 Íslenskum karlmanni á fertugsaldri, sem Fréttablaðið greindi frá því í gær að hefði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í Malaga á Spáni, grunaður um alvarlegt ofbeldisbrot gegn þrítugri eiginkonu sinni, hefur verið sleppt úr haldi. Meira »

Pólitískt val að halda fólki í fátækt

13:43 Málefni öryrkja eru sífellt í brennidepli. Enginn óskar sér að lenda í þeirri stöðu, eins og formaður Öryrkjabandalagsins orðar það, og algjörlega óviðunandi að ákveðinn hópur Íslendinga hafi ekki efni á að lifa mannsæmandi lífi. Meira »

Þarf að greiða alla skuldina

12:46 Hæstiréttur sneri í vikunni við úrskurði héraðsdóms um að lækka skuld fyrrverandi starfsmanns eiginfjárfestinga Landsbankans sem hlaut níu mánaða dóm í markaðsmisnotkunarmáli Landsbankans í febrúar árið 2016. Var manninum gert að greiða 22,6 milljónir í málsvarnarlaun og málskostnað. Meira »

Allt uppselt á innan við klukkustund

14:26 Bræðurnir Daníel Ólafur og Róbert Frímann voru fyrir jól í gönguferð um Gróttu ásamt föður sínum þegar Róbert stakk upp á því að hefja sölu á kakói í Gróttu. Svo bættust kleinur við og í dag mættu þeir í annað skiptið að selja til gesta og gangandi. Þeir hafa vart undan og uppselt var strax. Meira »

Leitar sátta í stjórnarskrármálum

13:18 Fjármálastefna ríkisins verður fyrsta málið sem lagt verður fram á þingi eftir jólafrí. Þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra en hún var gestur Víglínunnar á Stöð 2 í dag. Þing kemur saman á ný eftir jólafrí á mánudaginn og mun veturinn, að sögn Katrínar, einkennast af því að lagt verði af stað í ýmis stór verkefni til framtíðar, auk þess sem fjármál ríkisins verða fyrirferðarmikil á fyrstu vikum ársins. Meira »

Borgarlínan „skynsamlegasta lausnin“

12:18 Bryndís Haraldsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ, segir að þó að borgarlínan sé ekki lausn við öllu í tengslum við samgöngur á höfuðborgarsvæðinu sé hún „algjörlega hluti af lausninni“. Segir hún að sjálfkeyrandi bílar breyti þar engu um, enda þurfi þeir líka rými á vegunum. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Flott föt, fyrir flottar konur
Vertu þú sjálf, vertu Bella Donna Fallegur og vandaður fatnaður, frá Hollandi, ...
Til sölu Færeyingur Haffrúin 6032
Gengur í Strandveiðina, Ný vél, vökvagír, skrúfa og mælaborð, nýtt rafkerfi,raf...
50 Tonna legupressur
50 Tonna legupressur loft / glussadrifnar, snilldargræja á fínu tilboðsverði nú...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Stöðin býður upp á allar stærðir sendibíla og veitir trausta og umfram allt góð...
 
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...
Hafnarvörður
Skrifstofustörf
????????????? ???????????? ??? ??????? ...
Ert þú skapandi
Sérfræðistörf
Ert þú SKAPANDI? Árvakur leitar eftir...