Lúðvík meltir tíðindin

Lúðvík Geirsson, alþingismaður og fyrrverandi bæjarstjóri Hafnarfjarðar.
Lúðvík Geirsson, alþingismaður og fyrrverandi bæjarstjóri Hafnarfjarðar. mbl.is

„Ég hef ekkert hugleitt það á þessari stundu, ég er að melta þessi tíðindi eins og aðrir,“ segir Lúðvík Geirsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi bæjarstjóri Hafnarfjarðar, aðspurður hvort hann muni gefa kost á sér í starf formanns Samfylkingarinnar þegar að Jóhanna Sigurðardóttir lætur af störfum sem formaður flokksins.

Í tilkynningu sem Jóhanna sendi frá sér fyrr í dag kemur fram að hún hyggist láta af störfum sem formaður Samfylkingarinnar þegar núverandi kjörtímabili lýkur, þá hyggst hún samhliða því láta af þátttöku sinni í stjórnmálum.

mbl.is

Bloggað um fréttina