Framboð Ólafs kostaði 6,5 milljónir

Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands.
Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands. mbl.is/Árni Sæberg

Framboð Ólafs Ragnar Grímssonar til embættis forseta Íslands kostaði 6.540.551 kr. Þar af greiddi hann sjálfur 2.191.599 krónur. Þetta kemur fram í yfirliti sem hann skilaði inn til Ríkisendurskoðunar.

36 einstaklingar studdu framboð Ólafs Ragnars með fjárframlögum eða samtals 2.508.000 krónum. Merkjasala skilaði framboðinu samtals 350.952 krónur í tekjur.

Níu félög studdu framboðið um samtals 1.490.000. Stuðningurinn hvers og eins var á bilinu 100-200 þúsund krónur.

Félögin eru D. Stefánsson ehf., Orka Energy Holding ehf., Lögfræðistofa Gunnars Th. ehf., Veiðiklúbbur Íslands ehf., Hólshyrna ehf., Selvík ehf., Markarmenn ehf., Dúkkuhúsið verslun ehf. og Skakkiturn ehf.

Frestur frambjóðenda til að skila uppgjöri til Ríkisendurskoðunar rennur út 30. september. Ólafur Ragnar og Ari Trausti Guðmundsson hafa skilað uppgjöri. Framboð Ara Trausta kostaði 1,8 milljónir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert