Óska formanninum til hamingju

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, f
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, f mbl.is/Kristinn

Samfylkingin sendir formanni flokksins, Jóhönnu Sigurðardóttur, innilegar hamingjuóskir á sjötugsafmælinu og treystir þeim orðum hennar, að hún muni ná a.m.k. 100 ára aldri og ekki hætta afskiptum af þjóðmálum, þó hún á næsta ári láti af þingmennsku, að því er segir á vef Samfylkingarinnar.

Líkt og fram kom á mbl.is í gær er Jóhanna sjötug í dag.

„Jóhanna Sigurðardóttir hefur í áratugi verið í fremstu röð íslenskra jafnaðarmanna. Óþreytandi við að starfa og tala fyrir jöfnuði, félagslegu réttlæti, jafnrétti kynjanna, hvers kyns stjórnsýsluumbótum og gegn pólitískri spillingu og fyrirgreiðslu. Á þessum langa ferli hefur aldrei fallið blettur á það mannorð hennar að vera gegnheiðarleg í öllu hennar stjórnmálastarfi. 

Síðastliðin ár sem forsætisráðherra Íslands á einhverjum erfiðustu tímum okkar sögu hafa þessir eiginleikar hennar og starfshættir birst hvað best. Árangurinn vekur athygli á heimsvísu og mun skipa henni sess í okkar sögu sem einn merkasti stjórnmálamaður lýðveldistímans. Með öllu þessu hefur hún verið fyrirmynd annarra jafnaðarmanna, yngri sem eldri,“ segir í afmæliskveðju frá flokksfélögum.

mbl.is

Bloggað um fréttina