Jarðskjálftar við Bláfjöll

Jarðskjálfti sem mældist 3,5 stig varð í Bláfjöllum nú laust …
Jarðskjálfti sem mældist 3,5 stig varð í Bláfjöllum nú laust fyrir klukkan 20. Kort/Veðurstofa Íslands

Nokkrir jarðskjálftar hafa orðið á Bláfjallasvæðinu nú í kvöld og fannst a.m.k. einn þeirra í höfuðborginni. 

Skjálftahrinan hófst um klukkan 18 miðað við mælingar Veðurstofu Íslands og hafa alls 11 skjálftar gengið yfir á svæðinu, með upptök í kringum 4 km suðaustur af Bláfjallaskála. 

Stærsti skjálftinn mældist 3,5 stig á 1,1 km dýpi. Hann varð um klukkan 19:42 og fannst  greinilega víða á höfuðborgarsvæðinu. Þá mældist einn skjálfti 2,1 stig og annar 2,6 stig, en hinir eru allir undir 2 stigum að stærð. 

Jarðskjálftar eru algengir á Bláfjallasvæðinu og var viðvarandi virkni þar um tíma í september. Stærsti skjálftinn sem þá mældist var 4,6 stig.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert