Skjálftinn var 3,8 stig

Horft frá höfuðborgarsvæðinu í átt að Bláfjöllum. Útsýnið frá fyrirhuguðu …
Horft frá höfuðborgarsvæðinu í átt að Bláfjöllum. Útsýnið frá fyrirhuguðu byggingarsvæði mbl.is/Árni Sæberg

Jarðskjálftinn sem varð á Bláfjallasvæðinu rétt fyrir klukkan 20 í kvöld var stærri en fyrstu mælingar gáfu til kynna, eða 3,8 stig í stað 3,5, samkvæmt yfirförnum mælingum Veðurstofu Íslands. Um 20 eftirskjálftar hafa mælst, nær allir undir 2 stigum að stærð.

Jarðskjálftinn fannst víða á höfuðborgarsvæðinu og í Þorlákshöfn, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Hann varð klukkan 19:42 á 5,2 km dýpi um 4,5 km SA af Bláfjallaskála.  

Fyrir rúmum mánuði eða þann 30 ágúst varð jarðskjálfti um gráðu stærri en þessi með upptök nokkrum km norðan við þennan skjálfta sem varð í kvöld, að sögn Veðurstofunnar. Smáskjálftar hafa verið á svæðinu undanfarna daga og vikur.

Jarðskjálftar við Bláfjöll

mbl.is