Ísland sál Evrópu og góð fyrirmynd ríkja

Arthúr Björgvin Bollason, Hamed Abdel-Samad og Henryk M. Broder tilbúnir …
Arthúr Björgvin Bollason, Hamed Abdel-Samad og Henryk M. Broder tilbúnir í tökur. mbl.is/Golli

Ísland verður áberandi í þriðju þáttaröð „Entweder Broder“ hjá þýska sjónvarpinu ARD og hófust tökur hérlendis í gær.

Fyrri þættir hafa verið teknir upp í Þýskalandi og fjallað um þarlend málefni á hæðinn en um leið alvarlegan hátt, en nú er augum beint að Póllandi, Ítalíu, stofnunum Evrópusambandsins í Brussel og Strassborg og Íslandi.

Til þessa hafa Henryk M. Broder, þýskur blaðamaður og rithöfundur af gyðingaættum, og arabinn Hamed Abdel-Samad, ekið um Þýskaland í myndskreyttum bíl og tekið fólk tali, en í gær fóru félagarnir í breskum leigubíl til Þingvalla.

„Broder bað mig um að segja sér eina eða tvær sögur,“ segir Arthúr Björgvin Bollason, upplýsingafulltrúi Icelandair í Frankfurt, í Morgunblaðinu í dag, en hann skipulagði ferðina með Þjóðverjunum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »