Segir flokksfélaga í jójó-leik

Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis.
Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

„Ef menn ætla að fara að stunda það að draga til baka og sækja um aftur eftir því hvernig vindar blása  geta menn verið í svoleiðis jójó-leik endalaust,“segir Árni Þór Sigurðsson, þingmaður VG og formaður utanríkismálanefndar Alþingis, um það sjónarmið margra flokksbræðra sinna að leggja beri aðildarumsóknina að Evrópusambandinu til hliðar í ljósi breyttra aðstæðna.

Hinn 13. ágúst sl. lýsti Árni Þór því yfir á fundi utanríkismálanefndar að eðlilegt væri að allir flokkar endurmætu afstöðuna til ESB-umsóknarinnar, í ljósi umróts í Evrópu. Nokkrum dögum síðar var málið á dagskrá á flokksráðsþingi VG á Hólum í Hjaltadal en síðan hefur lítið farið fyrir umræðu um málið innan VG. Árni Þór boðar frekari umræðu um málið.

„Ég tel einfaldlega að þetta sé mál sem við eigum að fjalla um núna á næstunni, á þessu hausti. Hver staðan nákvæmlega er og hver líkleg þróun er, það er það sem við töluðum um á okkar flokksráðsfundi og það er það í raun sem ég er að tala fyrir að við gerum.“

Ekki hægt að tímasetja lok viðræðna

- Hvenær telurðu raunhæft að við getum séð aðildarsamning við ESB?

„Ég tel að það sé ekki hægt að setja neina tímasetningu í því máli ákveðið. En ég tel að það séð útséð um að það verði samningur á þessu kjörtímabili. Þegar málið var samþykkt 2009 var rætt við mig af mörgum fjölmiðlum, ekki síst erlendum, og þá sýnist mér að ég hafi sagt almennt að ég teldi ekki líklegt að þetta mál yrði komið til afgreiðslu fyrr en 2013.

Það var mitt mat þá. Frekar hefur nú ferlið tafist heldur en hitt. Þannig að ég tel að það sé dálítið í það að þetta klárist. Sérstaklega erum við með þessa þungu kafla eftir eins og sjávarútveginn, sem er auðvitað ógerningur að gera sér grein fyrir hvað gæti tekið langan tíma.“

Leysi makríldeiluna fyrst

- Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sagði í þingræðu í gær að makríldeilan væri að tefja opnun sjávarútvegskaflans. Það stefndi ekki í að samningur lægi ekki fyrir fyrr en í fyrsta lagi á fyrri hluta árs 2014?

„Það kann vel að vera. Ég tel sjálfur að það gæti verið skynsamlegt að reyna að leiða það deiluefni til lykta áður en menn vinda sér í sjávarútvegskaflann. En auðvitað geta verið skiptar skoðanir um það.“

- Hvernig heldurðu að grasrótin hjá VG og stuðningsmenn flokksins úti um allt land muni taka því að þetta mál sé að fara inn á næsta kjörtímabil? Hefurðu áhyggjur af því að hver viðbrögðin kunna að verða?

„Ég hef í sjálfu sér ekki miklar áhyggjur af því vegna þess að það eru auðvitað skiptar skoðanir um það hvernig eigi að standa að þessu máli í framhaldinu, bæði í okkar flokki og víðar í fleiri flokkum. Það sem mér finnst vera mest áberandi er það viðhorf að það sé eðlilegt og skynsamlegast að ljúka viðræðunum og bera samningsniðurstöðu undir þjóðina. Það er það viðhorf sem ég heyri mest í kringum mig.“

Um ákveðnar sérlausnir að ræða

- Telur þú raunhæft að hægt sé að fá aðildarsamning nú þegar? Tekur þú undir það sjónarmið  Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur, flokkssystur þinnar, að nú þegar sé ljóst hvað felist í aðild?

„Já, ég tel að þau séu ekki byggð á staðreyndum. Ég held að menn hljóti nú að vita það. Þegar menn segja að það liggi allt fyrir nú þegar eru þeir væntanlega að vísa til þess að menn viti nokkurn veginn hvernig Evrópusambandið er í dag.

En viðræðurnar ganga auðvitað út á það að ræða um ákveðnar sérlausnir miðað við þá hagsmuni sem við höfum lýst, bæði í vinnu utanríkismálanefndar á sínum tíma og síðan í samningsafstöðu í einstökum köflum og það liggur auðvitað ekki fyrir niðurstaða í því.“

Geta verið í endalausum jójó-leik

- Hvað um það sjónarmið margra flokksbræðra þinna að ólgan í Evrópu og þær breytingar sem séu hugsanlega að verða í Evrópusambandinu þýði að það beri að draga umsóknina til baka og sækja um þegar ljóst er hvernig sambandið hefur breyst?

„Það er náttúrlega þannig að Evrópusambandið er háð sífelldum breytingum. Ef menn ætla að fara að stunda það að draga til baka og sækja um aftur eftir því hvernig vindar blása  geta menn verið í svoleiðis jójó-leik endalaust. Við vitum ekkert hvernig staðan verður.

Gefum okkur það að samningsniðurstaða lægi fyrir snemma árs 2014. Vitum við eitthvað hvernig staðan í efnahagsmálum Evrópu verður þá? Nei, við vitum það ekki. Það verður bara að hafa sinn gang og þjóðin tekur afstöðu út frá þeirri samningsniðurstöðu sem fyrir liggur og þeim aðstæðum sem þá eru upp í Evrópu og hér heima. Mér finnst það eðlilegt að hafa þann gang í málinu,“ segir Árni Þór Sigurðsson.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

„Ég er fædd á vitlausum áratug“

06:30 Salka Sól stígur á svið næstkomandi föstudag sem Janis Joplin. Hún segir að um leið og hún hafa uppgötvað Janis þá hafi henni liðið líkt og hún hafi fæðst á vitlausum áratug. Síðan þá hefur Salka verið undir miklum áhrif frá Janis og hennar söngstíl og túlkun. Meira »

Davíð Oddsson í viðtali á K100

06:18 Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, verður gestur þeirra Ásgeirs Páls, Jóns Axels og Kristínar í morgunþætti K100 í dag. Davíð er sjötugur í dag og mætir í spjall til þeirra klukkan 8:30. Meira »

Kólnar hressilega í veðri

05:55 Veðurstofan varar við allhvassri norðanátt með snjókomu eða éljum og erfiðum akstursskilyrðum á Vestfjörðum, einkum norðan til. Vegurinn um Súðavíkurhlíð er lokaður vegna snjóflóðahættu en óvissustig er í gildi á norðanverðum Vestfjörum vegna snjóflóðahættu. Meira »

Stóðu í ströngu á Landspítalanum

05:30 Töluvert aukaálag myndaðist á Landspítalanum í gær í kjölfar þess að Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur lýsti því yfir að jarðvegsgerla væri að finna í neysluvatni í Reykjavík. Meira »

Verð íbúða á Akureyri aldrei hærra

05:30 Fjölgun íbúa, gott efnahagsástand og eftirspurn eftir leiguíbúðum hafa þrýst á fasteignaverð á Akureyri. Fyrir vikið hefur raunverð á fermetra í fjölbýli á Akureyri aldrei verið jafn hátt. Það var um 330 þúsund á þriðja fjórðungi 2017 sem er um 35 þús. kr. hærra á föstu verðlagi en 2006 og 2007. Meira »

Ofrannsökum D-vítamín

05:30 Í fyrra fóru 31.000 Íslendingar í rannsókn á stöðu D-vítamíns í líkamanum. Er það áttföld aukning frá árinu 2010 þegar 4.000 íslendingar létu athuga D-vítamínið hjá sér. Meira »

Brexit rætt í ríkisstjórn

05:30 „Vinnan hefur gengið vel fram til þessa og samskiptin við bresk stjórnvöld eru góð. Það er mikilvægt að vinna þetta örugglega og þétt.“ Meira »

Afmælinu líka fagnað úti í heimi

05:30 Samþykkt var á ríkisstjórnarfundi í gær að veita 10 milljóna framlag vegna afmælisdagskrár á vegum sendiráðanna í Kaupmannahöfn og Berlín í tilefni 100 ára afmælis fullveldis Íslands. Meira »

Lagt af stað til mælinga á loðnunni

05:30 Rannsóknaskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson héldu frá Reykjavík í gær til mælinga á loðnustofninum.  Meira »

Andlát: Vilhjálmur Grímur Skúlason

05:30 Vilhjálmur Grímur Skúlason, lyfjafræðingur og prófessor emeritus, lést á Landspítala við Hringbraut fimmtudaginn 11. janúar sl. 90 ára að aldri. Meira »

Verða að fresta aðgerðum

05:30 Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítala, segir að mjög mörg hálkuslys að undanförnu hafi orðið til þess að Landspítali hafi þurft að fresta ákveðnum fjölda aðgerða. Meira »

Logi valdur að endurkomu Jóns Axels

Í gær, 23:58 „Jón Axel á sér magnaða sögu í útvarpi,“ segir Logi Bergmann Eiðsson sem segist ánægður með að vera valdur að endurkomu Jóns Axels í útvarp. Jón er einn þáttastjórnenda morgunþáttarins Ísland vaknar á K100. Meira »

Útköllum fjölgar jafnt og þétt

Í gær, 23:18 Bráðabirgðatölur frá flugdeild Landhelgisgæslu Íslands sýna að á nýliðnu ári voru útköll björgunarþyrla og flugvéla stofnunarinnar alls 257. Árið 2016 voru þau 251 og hefur því útköllunum fjölgað enn eitt árið. Meira »

Kalt vetrarveður í kortunum

Í gær, 21:21 Vind tekur að lægja í kvöld og nótt um mestallt land, að undanskildum norðanverður Vestfjörðum. Mikið hvassviðri hefur verið norðvestan- og vestanlands í dag og þá mældist meðalvindur á Mosfellsheiði 20 metrar á sekúndu í dag. Meira »

Fjölbreytilega Flórída

Í gær, 20:19 Það er ekki lítið verkefni að fara með fimm manna fjölskyldu í 20 daga frí og því þarf skipulagningin að vera góð. Eins og flestir eyddum við hjónin því dágóðri stund í að skoða möguleikana þegar langþráð sumarfrí, þótt í október væri reyndar, var í kortunum. Meira »

Þrengslin og Hellisheiði opin fyrir umferð

Í gær, 22:54 Búið er að opna bæði Hellisheiði og Þrengslin aftur fyrir bílaumferð en óvíst er hvort Mosfellsheiði opnist í kvöld. Lyngdalsheiði verður lokuð til morguns. Meira »

Spyrji aldraða um áfengisnotkun

Í gær, 20:44 Áfengismisnotkun aldraðra er falinn vaxandi vandi. Læknar þurfa að vera meðvitaðir um þetta og spyrja sjúklinga um notkun áfengis þegar þeir er meðhöndlaðir vegna annarra kvilla. „Það er mikilvægt að fá þessar upplýsingar svo fólk fái réttar greiningar,“ segir læknir á öldrunardeild LSH og SÁÁ. Meira »

Vefsíða um háskólanám eftir iðnnám

Í gær, 20:01 Háskólinn í Reykjavík hefur opnað nýja vefsíðu um háskólanám fyrir iðnmenntaða; www.hr.is/idn. Tilgangurinn með síðunni er að kynna fjölbreytta möguleika þeirra sem lokið hafa iðn- og tækninámi, til háskólanáms við HR. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Til sölu Mitsubishi Outlander 2007
1 eigandi frá upphafi, ekinn aðeins 75.000 km. 5 gíra, bensín, 4WD, ný dekk, nýj...
Nokkrar notaðar saumavélar til sölu !!
Nokkrar tegundir, ýmsar gerðir. Allar ástandsskoðaðar og prófaðar af fagmanni. V...
Girðingarnet
Eigum til gott og ódýrt 6 strengja girðingarnet. Tilvalið fyrir sumahúsið. ww...
Travel Lite á Íslandi
Nú er að verða síðasti möguleiki að panta pallhýsi, ef það á að vera tilbúið fyr...
 
Vantar þig trésmið
Iðnaðarmenn
Vantar þig trésmið? Úrræðagóður húsa...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...
Aðalfundur isnic 2018
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur ISNIC 2018 Aðalfundur Inter...
Skattadagurinn
Fundir - mannfagnaðir
SKATTADAGUR FLE Ráðstefna um skattam...