Byrjað á röngum enda

Óli Björn Kárason
Óli Björn Kárason

„Ekki skal um það deilt að nauðsynlegt er að reisa nýtt sameiginlegt hátækni- og háskólasjúkrahús fyrir alla landsmenn“, segir Óli Björn Kárason varaþingmaður Sjálfstæðisflokks í grein í Morgunblaðinu í dag. Og Óli Björn heldur áfram: „En að ráðast í tuga og jafnvel hundraða milljarða fjárfestingu án róttækra breytinga á skipulagi heilbrigðisþjónustunnar er líkt og að reisa íburðarmikið hús í flæðarmálinu og verja síðan gríðarlegum fjármunum og tíma á hverju ári í að verja húsið fyrir ágangi sjávar. Sú barátta er oftar en ekki vonlítil.“

Óli Björn segir öll skynsamleg rök hníga að því að næsta stóra fjárfesting í íslensku heilbrigðiskerfi verði í heilsugæslu og baráttunni gegn sjúkdómum er tengjast lífsstíl, samhliða því að endurnýja nauðsynlegan tækjakost sjúkrahúsa.

Í grein sinni segir Óli Björn m.a.: „Í hugum sannfærðra sósíalista má ekki gera greinarmun á því hver borgar fyrir þjónustuna og hver veitir hana. Allt skal vera á einni hendi, jafnvel þótt það leiði til hærri kostnaðar og verri þjónustu. Þetta er sósíalismi andskotans í sinni tærustu mynd.“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »