Afstaða Íslands í landbúnaðar- og byggðamálum langt komin

mbl.is/Skapti

Grunnurinn að samningsafstöðu Íslands í landbúnaðar- og byggðamálum vegna viðræðna við ESB er nánast tilbúinn, að sögn Steingríms J. Sigfússonar, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra. Sama á við um kaflann um matvælaöryggi, en hann varðar m.a. innflutning á lifandi dýrum.

„Þetta er í aðalatriðum tilbúið. Utanríkismálanefnd var að skoða einn af þessum köflum á dögunum,“ sagði Steingrímur. „Það mun ekkert standa á okkur með það.“

Evrópuvaktin sagði frá því á laugardag að fastafulltrúi Kýpur hefði greint sendiherra Íslands gagnvart ESB frá því að sambandið væri reiðubúið að ræða kafla 11 um landbúnaðar- og byggðamál og hefði óskað eftir samningsmarkmiðum Íslendinga.

Hvað varðar tímasetta áætlun um aðlögun Íslendinga að kröfum ESB sagði Steingrímur að sett hefðu verið opnunarskilyrði varðandi landbúnaðar- og byggðamálin.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »