Óttast annað hrun

Eva Joly helgar sig starfi gegn spillingu í heiminum.
Eva Joly helgar sig starfi gegn spillingu í heiminum. mbl.is/Árni Sæberg

Eva Joly hefur áhyggjur af öðru fjármálahruni og segir banka- og fjármálamenn í heiminum ekkert hafa lært af kreppunni og að risavaxnir bónusar séu aftur orðnir að veruleika.

Hún vill að þak verði sett á laun í fjármálageiranum og telur stjórnmálamenn ekki gera sér grein fyrir alvarleika mála. Hún mun í dag halda fyrirlestur í Silfurbergi í Hörpu um kreppuna í banka- og fjármálaheiminum.

„Við vitum að við þurfum að aðskilja fjárfestingabanka og viðskiptabanka. Við þurfum lýðræðislega stjórn á fjármagni. Við þurfum að skilja að þessi viðskipti eru í gangi vegna okkar sparnaðar og við getum sagt [við bankamennina] að við viljum að bankarnir fjárfesti með sjálfbærum hætti, til dæmis í byggingum og heimilum. Að við viljum ekki að þeir kaupi skáldaða samninga,“ segir Joly í viðtali í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert