Tillaga sem verður að fella

Bergþór Ólason
Bergþór Ólason

„Það er í ætt við annað að ríkisstjórnin, sem ítrekað neitaði að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave-samningana sem hún gerði við Breta og Hollendinga og sem neitaði að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort sótt yrði um aðild að Evrópusambandinu, ætli nú að stefna landsmönnum til atkvæðagreiðslu um eigið gælumál, atlöguna að stjórnarskrá lýðveldisins“, segir Bergþór Ólason, fjármálastjóri, í grein í Morgunblaðinu í dag.

Þar segir Bergþór að þjóðin, sem ríkisstjórnin vildi ekki að fengi að kjósa um grafalvarleg mál, fær nú náðarsamlegast að taka þátt í „ráðgefandi kosningu" um tillögur, sem ekki hafa einu sinni verið lagðar fram á þingi og hafa hvergi fengið raunverulega umfjöllun.

Í grein sinni segir Bergþór m.a.: „En þó skiljanlegt sé að menn sýni þessu brölti stjórnvalda áhugaleysi sitt í verki með því að sitja heima, og að undir öllum venjulegum kringumstæðum væri slíkt nægilegt til að horfið yrði frá vanhugsuðum byltingartilraunum á stjórnskipaninni, þá er ekki þar með sagt að óhætt sé að sitja heima að þessu sinni. Það eru ekkert venjulegir valdhafar sem nú halda um stjórnartaumana. Ráðamenn, sem sitja sem fastast þrátt fyrir að hafa þegar beðið auðmýkjandi ósigur í tveimur þjóðaratkvæðagreiðslum – en til beggja var stofnað í mikilli óþökk valdhafanna – munu gera allt sem í þeirra valdi stendur til að túlka úrslitin á laugardaginn sér og gæluverkefni sínu í hag, en þjóðinni og stjórnarskránni í óhag“.

,

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert