Af 4.326 atkvæðum samþykkja 51,66%

51,66% Garðbæinga segja já við sameiningu við Álftanes. Enn á …
51,66% Garðbæinga segja já við sameiningu við Álftanes. Enn á eftir að telja hluta utankjörfundaratkvæða. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Búið er að telja 4.326 atkvæði í Garðabæ í sameiningarkosningunum við Álftanes. Já segja 51,66% en nei 48,34%. Auð og ógild atkvæði eru 75.

Enn er eftir að telja einhver atkvæði sem greidd voru utan kjörfundar, en þær tölur eiga að liggja fyrir innan skamms.

mbl.is

Bloggað um fréttina