Veður og sprungusvæði hættulegust

Vilborg Arna Gissurardóttir sem stefnir á að ganga ein síns liðs á suðurpólinn á næstunni segir að mesta hættan á göngunni felist í vondum veðrum og þegar farið er yfir sprungusvæði. Á göngunni ætlar að Vilborg að hringja einu sinni í viku í mbl og segja frá hvernig ferðinni miðar.

Átta konum hefur tekist að ganga á suðurpólinn til þessa en Vilborg segir að um 21% þeirra sem hafi lagt í sambærilega leiðangra hafi ekki tekist ætlunarverkið. Hún segir þó að allar konurnar sem hafi reynt hafi komist á pólinn.   

Vilborg ætlar að safna áheitum á göngunni og rennur ágóðinn til Lífs styrktarfélags Kvennadeildar Landsspítalans, hægt er að fá nánari upplýsingar um leiðangurinn á vefnum lifsspor.is.

mbl.is