Allt í fínasta lagi hjá álfunum í Vestmannaeyjum

Ragnhildur Jónsdóttir með álfana í körfunni við komuna til Vestmannaeyja …
Ragnhildur Jónsdóttir með álfana í körfunni við komuna til Vestmannaeyja í vor. Þeir hafa það gott. mbl.is/Árni Sæberg

„Ég hef ekki enn komist til Vestmannaeyja til að athuga með álfana eins og ég ætlaði mér. En síðast þegar ég heyrði af þeim var allt í fínasta lagi,“ segir Ragnhildur Jónsdóttir álfasérfræðingur í Álfagarðinum í Hellisgerði í Hafnarfirði.

Ragnhildur aðstoðaði við flutning á álfasteini af Sandskeiði til Vestmannaeyja um miðjan maí. Það var Árni Johnsen alþingismaður sem lét flytja steininn að heimili sínu í Eyjum en Árni velti bíl sínum á Sandskeiði í janúar 2010 og staðnæmdist hann við steininn. Það þótti mikil mildi hvað Árni slapp vel frá slysinu og velti hann fyrir sér hvort um álfastein gæti verið að ræða.

Hann bjargaði steininum frá vegaframkvæmdum og fékk Ragnhildi til að skoða steininn, sem er um 30 tonn. Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir, að Ragnhildur hafi hitt fyrir þrjár kynslóðir álfa í steininum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert