Áhugi Huangs á Íslandi að dala

Huang Nubo.
Huang Nubo. mbl.is/Ernir

Huang Nubo segir í viðtali við þýska blaðið Der Spiegel, að hann sé ekki lengur fullur eldmóðs þegar kemur að fjárfestingum á Íslandi. Ástæðan sé andstaða við fjárfestingaáform hans meðal Íslendinga. Hann segist hafa orðið fyrir vonbrigðum með það vantraust sem hann mæti á Íslandi. Hann segist í viðtalinu einbeita sér að áhugamáli sínu, að semja ljóð.

Huang áformar að byggja hótel á Grímsstöðum á Fjöllum, en fyrir liggja drög að samningum um að hann leigi hluta jarðarinnar. Málið er á borðum ráðherranefndar, en ekkert liggur fyrir um hvenær hún klárar að afgreiða málið.

Huang segir í viðtalinu við Spiegel að hann eigi erfitt með að skilja andstöðu sem hann hafi mætt á Íslandi við uppbyggingu í ferðaþjónustu. Í umfjöllun blaðsins er rifjað upp að Huang hafi verið nefndur í höfuðið á Dr. No, illmenni í Bond-mynd.

Í greininni er fjallað um ævi og feril Huangs og um fjárfestingar Kínverja víða um heim.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert