Barist verður um nýja og gamla Ísland

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra ávarpaði flokksstjórnarfund Samfylkingarinnar í dag.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra ávarpaði flokksstjórnarfund Samfylkingarinnar í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar í dag að Sjálfstæðisflokkurinn væri og yrði höfuðandstæðingur jafnaðarmanna. „Samfylkingin vill áfram nýja Ísland en Sjálfstæðisflokkurinn hið gamla,“ sagði Jóhanna á fundinum.

Jóhanna sagði við flokksmenn sína að Samfylkingin gæti svo sannarlega borið höfuðið hátt núna þegar líður að lokum þessa kjörtímabils. „Í næstu kosningum verður kosið um það hvort þjóðin vill halda áfram á þeirri braut sem við jafnaðarmenn höfum nú markað í átt til nýja Íslands, eða hvort horfið verður til baka til gamla Íslands áranna fyrir hrun,“ sagði Jóhanna.

Vill stjórnarskrá sprottna úr „jarðvegi dagsins í dag“

Jóhanna sagði að með niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar um síðustu helgi hefði verið stigið risavaxið skref í því stóra baráttumáli jafnaðarmanna að þjóðin fengi nýja stjórnarskrá, „nútímalega og sprottna úr íslenskum jarðvegi dagsins í dag“.

„Þjóðinni hefur nú tekist, það sem þingheimi hefur mistekist allt frá lýðveldisstofnun, að móta Íslandi nýja stjórnarskrá í stað þeirra sem samþykkt var við lýðveldisstofnun til bráðabirgða. 

Þessi niðurstaða þjóðarinnar er fengin í einu lýðræðislegasta mótunarferli sem nokkurn tíma hefur verið reynt í öllum tilraunum til að breyta stjórnarskránni frá lýðveldisstofnun. Sú staðreynd gerir vandaða niðurstöðuna enn ánægjulegri en ella í mínum huga,“ sagði Jóhanna.

Jóhanna vék að nýlegum dómi Hæstaréttar og sagði: „Í ljósi nýjasta dóms Hæstaréttar eru allar grundvallarforsendur varðandi útreikningana komnir á borðið og því ekki eftir neinu að bíða með endurreikning lánanna – a.m.k. hvað varðar heimilin og öll smærri fyrirtæki landsins. Frekari undansláttur fjármálastofnana varðandi þessa útreikninga verður ekki liðinn – lánin þarf að endurreikna strax!“

Boðaði átök við Sjálfstæðisflokkinn um ríkisfjármál

Jóhanna sagði að í kosningabaráttunni yrði tekist á um hvort skera ætti meira niður í ríkisfjármálum eða ekki. Hún sagðist ekki telja að hægt væri að ganga lengra í niðurskurði.

„Sjálfstæðisflokkurinn hefur sagt það alveg skýrt, að komist þeir til valda muni þeir ráðast í verulegan niðurskurð, að ekki sé nægjanlega skorið niður á fjárlögum og þekki ég þá rétt verður velferðarkerfið þar helst undir.

Það blasir við öllum að slíkur niðurskurður verður mjög sársaukafullur. Við erum einfaldlega komin inn að beini í ríkisrekstrinum eftir aðhaldsaðgerðir undangenginna ára.  
Það blasir einnig við að stórfelldur niðurskurður á ríkisútgjöldum mun bitna mest á þeim sem síst skyldi, öldruðum, öryrkjum, atvinnulausum, skuldsettum heimilum og millitekjuhópum eða þeim sem starfa eða sækja þjónustu velferðarkerfisins – heilbrigðisstofnunum, skólum eða öðrum samfélagslegum verkefnum okkar.   

Slíkur niðurskurður  getur aldrei orðið annað en leiftursókn gegn lífskjörum þeirra sem síst skyldi,“ sagði Jóhanna.

Afdrifarík ákvörðun um ESB á næsta kjörtímabili

Jóhanna sagði að ein afdrifaríkasta ákvörðun þjóðarinnar á næsta kjörtímabili myndi lúta að mögulegri aðild Íslands að ESB. „Þar er um slíka hagsmuni að tefla fyrir heimili og fyrirtæki þessa lands að fátt eitt mun breyta eins miklu um lífskjör á Íslandi næstu áratugina og sú ákvörðun.

Enn er ósamið um nokkra mikilvæga kafla í ferlinu, svo sem í gjaldmiðlamálum og sjávarútvegsmálum, en það sem þegar hefur komið fram í viðræðunum gefur okkur fullt tilefni til bjartsýni um að samningamönnum okkar takist að ljúka góðum samningi fyrir Ísland.

Öll þekkjum við þá stórauknu möguleika sem aðild að ESB myndi færa ungu fólki og vísindasamfélaginu, þau hagstæðari rekstrarskilyrði sem fyrirtæki myndu njóta, bæði til fjárfestinga hér á landi og ekki síður til að sækja fram á nýja markaði.
Og öll þekkjum við þær samfélaglegu umbætur, frið og farsæld sem ESB hefur haft í för með sér og hafa nú orðið til þess að sambandinu hafa verið veitt friðarverðlaun Nóbels. Allt mælir þetta með aðild Íslands að ESB þegar til framtíðar er litið.

Möguleg aðild að ESB og upptaka evru er háð því að Samfylkingin verði áfram í forystu við ríkisstjórnarborðið á næsta kjörtímabili. Samfylkingin er og hefur verið brjóstvörn allra þeirra sem hafa viljað láta á aðild að ESB reyna. Vegna Samfylkingarinnar erum við komin þangað sem við erum komin í því ferli,“ sagði Jóhanna.

mbl.is

Innlent »

ALC leggur Isavia og fær þotuna

11:04 Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði í morgun að ALC, eigandi Airbus þotu sem WOW hafði á leigu fyrir gjaldþrot félagsins og hefur verið kyrrsett á Keflavíkurflugvelli síðustu mánuði, þyrfti aðeins að greiða þá upphæð sem væri tengd vélinni en ekki allar skuldir annarra flugvéla á vegum WOW við Isavia. Meira »

77% virkir á vinnumarkaði við útskrift

10:57 Um 77% þeirra 9.500 einstaklinga sem útskrifast hafa frá VIRK eru virkir á vinnumarkaði við útskrift; þ.e. í vinnu, í atvinnuleit eða lánshæfu námi. Þetta kemur fram í frétt sem birt er á vef starfsendurhæfingarsjóðsins. Meira »

Aukin sjálfsvígstíðni vakti Sævar til umhugsunar

08:18 „Ég var ekki viss til að byrja með hvaða samtök ég ætlaði að hlaupa fyrir en þegar ég fór að kynna mér málið fannst mér þetta félag höfða mest til mín,“ segir Sævar Skúli Þorleifsson, sem mun hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar Pieta-samtökunum. Hann glímdi við vanlíðan um tvítugt og talar nú opinskátt um það í fyrsta skipti, 34 ára. Meira »

Rafræn gátt fyrir dómsskjöl opnuð

07:57 Mikil tímamót urðu í dómstólasögunni 10. júlí sl. þegar fyrsta ákæran ásamt gögnum frá héraðssaksóknara fór til Héraðsdóms Reykjavíkur í gegnum rafræna gátt. Meira »

Óku á og stungu af

07:40 Tilkynnt var um tvo árekstra í Kópavogi í gærkvöldi, annan á sjöunda tímanum og hinn á áttunda tímanum, en í báðum tilfellum höfðu þeir sem ollu árekstrunum stungið af frá vettvangi. Meira »

Hlíðarendi ofan í þotunum

07:37 Húsin á Hlíðarenda í Vatnsmýri rísa hratt um þessar mundir. Verktakar og vinnuvélar í tugatali eru að störfum en samkvæmt deiliskipulagi er gert ráð fyrir um 600 íbúðum á svæðinu. Meira »

Víða þokubakki nú í bítið

07:20 Hlýtt og rakt loft er yfir landinu, víða rigndi síðustu nótt sem leiðir til þokubakka sem finna má víða nú í bítið, einkum þar sem vindur andar af hafi. Meira »

Drakk áfengi í strætó

06:57 Strætóbílstjóri óskaði eftir aðstoð lögreglu á tólfta tímanum í gærkvöldi vegna ölvaðs manns sem drakk áfengi í vagninum og neitaði að yfirgefa vagninn. Lögreglan ók manninum heim til sín. Meira »

Eldur í rusli við Álfhólsskóla

06:31 Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um eld í ruslagámum við Álfhólsskóla í Kópavogi um miðnætti í gær.   Meira »

Beittu táragasi gegn lögreglu

06:05 Tveir eru í haldi lögreglunnar á Norðurlandi vestra eftir að táragasi var beitt gegn lögreglumönnum er þeir framkvæmdu leit í hjólhýsi og bifreið. Meira »

Skógræktin vill vita af skaðvöldum

05:30 „Birkikemba virðist vera í blússandi uppsiglingu, sérstaklega á suðvesturhorninu,“ sagði Edda Sigurdís Oddsdóttir, sviðsstjóri rannsóknasviðs Skógræktarinnar á Mógilsá. Meira »

Áhyggjur af stöðunni

05:30 Herdís Storgaard, verkefnastjóri hjá Miðstöð slysavarna barna, hefur varað við töppum af drykkjarílátum og svokölluðum skvísum. Tilkynningum um tilfelli þar sem börn setja upp í sig hluti sem loka öndunarveginum hefur fjölgað. Meira »

Öryggi ábótavant í kirkjum landsins

05:30 Öryggi kirkna og kirkjugripa á Íslandi er ábótavant að mati Þórs Magnússonar þjóðminjavarðar. Hann segir hættu á að óhlutvant fólk ásælist og taki gripi úr kirkjum, enda hafi það gerst. Meira »

Andlát: Þorsteinn Ingi Sigfússon

05:30 Dr. Þorsteinn Ingi Sigfússon, prófessor og forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, varð bráðkvaddur aðfaranótt 15. júlí, 65 ára að aldri. Meira »

Var söluhæsti leikur í heimi í meira en ár

05:30 Tölvuleikurinn The Machines, sem íslensk-kínverska tölvuleikjafyrirtækið Directive Games þróaði og gaf út árið 2017, var í eitt og hálft ár söluhæsti leikur í heimi á sviði blandveruleika, að sögn Atla Más Sveinssonar, forstjóra og stofnanda fyrirtækisins, sem er í viðtali í ViðskiptaMogganum í dag.. Meira »

Einn greindist með mislinga í Reykjavík

05:30 Fullorðinn einstaklingur sem búsettur er á höfuðborgarsvæðinu greindist með mislinga fyrir nokkrum dögum eftir að hafa verið á ferðalagi í Úkraínu, þar sem mislingafaraldur hefur geisað á undanförnum árum. Meira »

Geta opnað leiðina til Asíu

05:30 Vincent Tan, sem fer fyrir félaginu sem keypt hefur 75% hlut í Icelandair Hotels, segir mikla möguleika fólgna í því að tengja ferðamarkaðinn á Íslandi betur við Asíu. Meira »

Töluverðar líkur á þrumum og eldingum

Í gær, 22:41 Töluverðar líkur eru á þrumur og eldingum á Suður- og Vesturlandi á morgun eftir hádegi, að því er fram kemur á Facebook-síðu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Þar er fólki bent á að fara strax upp úr sundlaugum og heitum pottum ef það verður vart við þrumuveður. Meira »

„Ekki útskrifuð og áfram er fylgst með“

Í gær, 22:19 „Hún er ekki útskrifuð og áfram er fylgst með henni,“ segir Áslaug Fjóla Magnús­dótt­ir, móðir tæp­lega þriggja ára stúlku, sem hlaut nýrna­bil­un eft­ir að hafa smit­ast af E.coli í Efsta­dal um miðjan júní en ein­kenn­in komu fram í lok júní. Meira »
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Sendibílaþjónusta. Kranabíll. Pianoflutningar. Gámaflutningar og gámaleiga. Kri...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Vatnsaflstúrbínur -Rafalar-Lokar
Útvegum allar stærðir af túrbínum rafölum og lokum fyrir virkjanir. Holt Véla...
Dyrasímar - Raflagnir
Dyrasímaþjónusta, geri við eldri kerfi og set upp ný, fljót og góð þjónusta Sí...