Ökumaður sofnaði undir stýri

mbl.is/Jakob Fannar

Um miðnætti veittu lögreglumenn athygli bifreið á Langholtsvegi í Reykjavík. Hafði ökumaðurinn stöðvað bifreiðina á rauðu ljósi. Þegar grænt ljós kom fyrir bifreið hans fór hann ekki af stað, en í ljós kom að hann hafði sofnað við umferðarljósin.

Fram kemur í tilkynningu frá lögreglu, að þegar ökumaðurinn varð lögreglu var hafi hann ekið af stað. Vildi þá ekki betur til en svo að hann ók á tvær kyrrstæðar bifreiðar. Á lögreglustöð kom í ljós að maðurinn var undir áhrifum fíkniefna.

mbl.is

Bloggað um fréttina