Á rétt á bótum eftir fall fram fyrir sig

Héraðsdómur Reykjavíkur
Héraðsdómur Reykjavíkur Þorkell Þorkelsson

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur viðurkennt rétt 58 ára konu til greiðslu bóta úr hendi Varðar trygginga vegna tjóns af völdum slyss sem hún varð fyrir þegar hún féll fram fyrir sig, á heimili sínu í nóvember 2009.

Í tilkynningu til tryggingafélagsins sagðist konan hafa verið á leið að svalahurð, hún hefði dottið fram fyrir sig, rotast og slasast á vinstri öxl og augnabrún. Tryggingafélagið féllst ekki á kröfu konunnar og taldi ekki að um væri að ræða slys eins og það er skilgreint í skilmálum.

Konan gaf skýrslu fyrir dómi þar sem hún sagðist hafa komið úr heim úr kvöldverðarboði. Eiginmaður hennar hefði verið genginn til hvílu, en hún ákveðið að fá sér einn „smók“ fyrir svefninn. Hefði hún gengið inn í stofu og í átt að svalahurðinni en þá skyndilega dottið. Hún hefði næst munað eftir sér, þegar hún hefði verið að ranka við sér og kallað á eiginmann sinn, sem hefði komið og í framhaldinu hringt á sjúkrabíl.

Að öðru leyti mundi konan lítið eftir atvikum, og kvaðst ekki vita hvað valdið hefði því að hún hefði dottið. Motta hefði verið a gólfinu og hún hefði verið í síðu pilsi og eins hefði leikfang eftir barnabörnin getað legið á gólfinu.

Slys eins og því er lýst í skilmálum

Hugtakið slys er skilgreint í tryggingaskilmálum stefnda sem skyndilegur utanaðkomandi atburður sem veldur meiðslum á líkama þess sem vátryggður er, og gerist án vilja hans. Er skilgreiningin í samræmi við hugtakið slys í vátryggingarétti og á fleiri réttarsviðum.

Dómurinn taldi ekkert hafa komið fram í málinu sem benti til þess að orsakir þess að konan féll í umrætt sinn væri að rekja til annars en skyndilegs utanaðkomandi atburðar. Því hefði verið um slys að ræða.

Tryggingafélagið hélt því þá fram að jafnvel þótt meiðsli konunnar væri að rekja til slyss hefði réttur til tryggingarinnar fallið niður þar sem konan hefði verið drukkin þegar umrætt slys hefði átt sér stað. Vísaði félagið bæði í vætti heilbrigðisstarfsmanna og eigin frásögn konunnar.

Í þessu sambandi vakti tryggingafélagið athygli á því að af áverkum konunnar mætti ráða að hún hefði fallið fram fyrir sig og skollið þannig í gólfið að öxl og höfuð hefði lent harkalega á gólfinu. Af því var dregin sú ályktun að hún hefði fallið kylliflöt og endilöng, án þess að bera hendur fyrir sig. Af hálfu félagsins var fullyrt að einstaklingur, sem væri með fullnægjandi meðvitund, bæri að öllu jöfnu hendur fyrir sig, þegar honum yrði fótaskortur.

„Örlítið ölvuð“ á slysadeild

Konan hafnaði því alfarið að hún hefði verið drukkin þegar slysið varð eða slysið mætti rekja til áfengisneyslu hennar fyrr um kvöldið. Hún hefði neytt borðvíns með mat í matarboðinu og mögulega líkjörs. Hún hefði verið undir áhrifum áfengis en ekki drukkin.

Dómurinn taldi enga vissu um ölvunarástand konunnar þegar hún varð fyrir meiðslum. Að mati læknis á slysdeild- og bráðadeild var konan „örlítið ölvuð“ við komuna þangað, en einnig væri í skilmálum Varðar áskilnaður um orsakasamband milli tjóns og ölvunar vátryggingartaka. Ekki þótti tryggingafélagið hafi sýnt fram á það orsakasamhengið.

Það var því niðurstaða dómsins að taka bæri viðurkenningakröfu konunnar til greina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Þrýsta á stjórnvöld varðandi sálfræðiþjónustu

07:06 Samband íslenskra framhaldsskólanema hóf í gær herferð á samfélagsmiðlum í þeim tilgangi að þrýsta á stjórnvöld að bjóða upp á ókeypis sálfræðiþjónustu í framhaldsskólum. Meira »

Mjög hált á höfuðborgarsvæðinu

06:50 Mjög hált er á gangstéttum og stígum á höfuðborgarsvæðinu og í Reykjanesbæ og borgar sig að fara varlega. Ekki hefur verið tilkynnt um neitt vatnstjón enn sem komið er, segir varðstjóri í slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Meira »

Skjálfti upp á 4,6 stig

06:11 Jarðskjálftahrinan við Grímsey heldur áfram og hafa tveir stórir skjálftar, 4,4 stig og 4,6 stig, mælst á sjötta tímanum.  Meira »

Verslun mætir mótbyr

05:30 Könnun sem rannsóknarfyrirtækið Zenter gerði fyrir Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) leiðir í ljós að tæpur þriðjungur landsmanna segist bera lítið eða ekkert traust til verslunar á Íslandi. Meira »

Vonaði að kirkjan stæði með börnum

05:30 Silja Dögg Gunnarsdóttir, fyrsti flutningsmaður frumvarps á Alþingi um að gera umskurð á drengjum refsiverðan, segist hafa vonast til þess að þjóðkirkjan tæki afstöðu með börnum og frelsi þeirra og öryggi frekar en trúarbrögðum. Meira »

Jafnt hlutfall kynja í Viðskiptaráði

05:30 Á aðalfundi Viðskiptaráðs Íslands í síðustu viku var samþykkt að leiða í lög ráðsins ákvæði um kynjakvóta í stjórn.  Meira »

Fjölgun um einn hóp kostar 180 milljónir

05:30 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafa frá því í byrjun desember borist tæplega 50 tilkynningar um innbrot í heimahús.  Meira »

Vilja þrýsta á um vegaúrbætur

05:30 „Það hefur færst aukinn kraftur í umræðuna um umferðaröryggi á Kjalarnesi undanfarnar vikur og Kjalnesingar ýta á úrbætur. Þess vegna legg ég fram á morgun tillögu sjálfstæðismanna í borgarstjórn um úrbætur í vegamálum á Kjalarnesi.“ Meira »

Aldrei fleiri skráðir í VG

05:30 Félagsmenn Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs eru nú 6.010 og hafa aldrei verið fleiri.   Meira »

Daníel verðlaunaður

05:30 Tónskáldið Daníel Bjarnason hlaut í gær Norrænu tónskáldaverðlaunin fyrir tónlist sína við kvikmynd Hafsteins Gunnars Sigurðssonar, Undir trénu. Verðlaunin voru afhent í Berlín við hátíðlega athöfn. Meira »

Hrinan mjög óvenjuleg

05:30 Ekkert lát er á jarðhræringunum í grennd við Grímsey, á svonefndu Tjörnesbrotabelti. Í gær mældust þar sex skjálftar yfir þremur stigum. Meira »

Tveir skjálftar 4 að stærð

05:29 Jarðskjálftahrinan við Grímsey heldur áfram en í nótt urðu tveir skjálftar 4 að stærð og fundust þeir á Akureyri og Húsavík.  Meira »

Óvissustigi aflétt

Í gær, 20:58 Búið er að aflétta óvissustigi á Sandskeiði, Hellisheiði og Þrengslum en gul viðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og Faxaflóa. Meira »

Galdrar, glæpir og glæfrakvendi

Í gær, 20:17 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra veitti í dag gestum Þjóðminjasafnsins leiðsögn undir yfirskriftinni Galdrar, glæpir og glæfrakvendi. Nokkur fjöldi fólks var mættur til að hlýða á Katrínu, en tilefni viðburðarins er 100 ára fullveldisafmæli Íslands. Meira »

Eiginmaður Sunnu hlaut uppreist æru

Í gær, 19:57 Sigurður Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem hefur legið lömuð á sjúkrahúsi í Malaga undanfarin mánuð, hlaut uppreist æru fyrir fimm árum. Meira »

Kærður fyrir brot gegn stjúpdóttur

Í gær, 20:51 Sérfræðingur á einni undirstofnun velferðarsviðs Reykjavíkurborgar hefur verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn fyrrverandi stjúpdóttur sinni, sem er á barnsaldri. Þetta staðfestir Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs. Maðurinn hafði áður verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn ungum pilti. Meira »

„Við erum í kapphlaupi við tímann“

Í gær, 20:00 Sonur þeirra er að verða átján ára eftir nokkra mánuði. Það eina sem þau gera er að vona að hann nái því að verða átján ára. Síðasta afmælisdegi eyddi hann á bráðamóttökunni eftir að hafa tekið of stóran skammt. Það tókst að bjarga honum þá og síðan hefur honum ítrekað verið bjargað naumlega. Meira »

Fjórir yfir þremur að stærð við Grímsey

Í gær, 18:50 Fjórir jarðskjálftar á bilinu 3,3 og 3,8 af stærð riðu yfir nálægt Grímsey nú á sjöunda tímanum í kvöld. Voru þeir allir á svipuðum slóðum og skjálftar síðustu daga. Aðeins hafði dregið úr skjálftavirkni í dag, en enn er þó mikill fjöldi skjálfta á hverri klukkustund á svæðinu. Meira »
Sendiráð óskar eftir fullbúinni íbúð
Við erum með sendiráð sem vantar íbúð í 12 mánuði, frá 1. mars. Íbúðin þarf að v...
Eldtraustur skjalaskápur
Eldtraustur skjalaskápur / öryggisskápur frá Rosengrens með 4 útdraganlegum skúf...
Bátavél og dýptamælir til sölu
Til sölu bátavél SABB Mitsubishi M4 69 hp með skiptiskrúfu og dýptarmælir JRV F...
flottur furu hornskápur ódýr
er með flottan furu hornskáp á 25,000.kr sími 869-2798...
 
Mat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Athu...
Aðalskipulag
Tilkynningar
Breyting á Aðalskipulagi Dala...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...
Samkoma
Félagsstarf
Söngsamkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnu...