Útsýnispallur byggður við Skógafoss

Hans Magnússon og Styrmir Þorsteinsson smíða útsýnispallinn og setja upp …
Hans Magnússon og Styrmir Þorsteinsson smíða útsýnispallinn og setja upp fyrir gesti Skógafoss. mbl.is/Guðmundur Hjaltason

Framkvæmdir eru langt komnar við útsýnispall við Skógafoss. Tilgangur pallsins er að draga úr slysahættu og átroðningi á viðkvæmt umhverfi fossins.

Lengi hefur staðið til að bæta aðstöðu við Skógafoss. „Það er gríðarlega mikil aðsókn að Skógafossi, jafnvel rætt um að þangað komi 300 þúsund ferðamenn á ári. Því fylgir mikil áníðsla á landið,“ segir Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri Rangárþings eystra, en sveitarfélagið stendur fyrir framkvæmdinni.

Margir ferðamenn ganga upp með fossinum til að sjá betur yfir hann. Hafa myndast breiðir göngustígar sem eru lýti á landinu. Fyrir um áratug var smíðaður stigi á hluta leiðarinnar austan við fossinn. Útsýnispallurinn sem nú er verið að byggja er á útsýnisstaðnum við fossbrúnina sem margir hafa farið út á. Stiginn mun liggja út á pallinn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »