Fær jólageitin að standa?

Hún er tignarleg að sjá sænska jólageitin sem vakir nú yfir Garðbæingum fyrir framan verslun IKEA í Kauptúni. Í Svíþjóð hefur myndast hefð fyrir því að brenna slíkar geitur en forsvarsmenn IKEA vonast til að jólageitin standi fram yfir jól og er hún vöktuð með öryggismyndavélum allan sólarhringinn.

Hér má sjá þegar fyrsta geitin var brennd hér á landi fyrir tveimur árum síðan en þá fuðraði hún upp á nokkrum mínútum. Í fyrra komst geitin svo í fréttirnar þegar hún fauk um koll í vindhviðu. Frægust er þó geitin í vle í Svíþjóð þar sem brennuvargar hafa margsinnis náð að brenna hana löngu fyrir jól.

Þess má geta tónlistin sem ómar undir myndskeiðinu er jólalagið Låt mig få tända ett ljus með sænsku hljómsveitinni Vikingerne.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert