Forsetahjónin að selja Neyðarkallinn

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff forsetafrú voru …
Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff forsetafrú voru að selja Neyðarkall björgunarsveita Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Smáralind nú síðdegis. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Forseti Íslands,  Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff forsetafrú voru að selja Neyðarkall björgunarsveita Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Smáralind nú síðdegis.

Neyðarkallinn verður seldur um land allt um helgina en salan hófst í dag. Er þetta í sjöunda sinn sem þessi fjáröflun fer fram og er hún orðin ein sú mikilvægasta fyrir björgunarsveitir landsins.

Hundruð sjálfboðaliða félagsins eru nú að hefja söluna á Neyðarkalli björgunarsveitanna. Salan hófst formlega í dag kl. 17:00 þegar Ólafur Ragnar og Dorrit seldu Neyðarkalla í Smáralind.  

Áætlað er að um 2.000 sjálfboðaliðar björgunarsveitanna taki þátt í sölunni sem fer fram í dag, á morgun og á laugardaginn. Sjálfboðaliðarnir verða staðsettir við allar helstu verslanir landsins og annars staðar þar sem fólk er á ferð en einnig verður gengið í hús.

mbl.is