Kirkjan grípur til ráðstafana

Pétur Bürcher, biskup kaþólsku kirkjunnar á Íslandi.
Pétur Bürcher, biskup kaþólsku kirkjunnar á Íslandi. mbl.is/Friðrik

Pétur Bürcher, biskup kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, segir í yfirlýsingu að kirkjan muni grípa til ráðstafana til að koma í veg fyrir kynferðislega misnotkun í framtíðinni. Hún hafi sett sérstakar forvarnarreglur og starfi að auki með íslenskum yfirvöldum og öðrum kirkjum í samkirkjulegum anda samstöðu og einingar.

„Í nafni Kaþólsku kirkjunnar á íslandi, sem og persónulega, leitar hugur minn til allra þeirra sem telja að á sér hafi verið brotið og einnig til fjölskyldna þeirra. Þá verður að veita okkur, og ef til vill réttarkerfinu, nauðsynlegan tíma og ráð til að komast að niðurstöðu. Enginn hefur rétt til að kveða fyrirfram upp dóma um sekt eða sýknu manna. Hin hörmulega misnotkun á börnum frá hendi kristinna manna, einkum manna úr klerkaslétt, veldur mikilli skömm og óskaplegri hneykslun. Forsvarsmönnum ber brýn nauðsyn og skylda til þess að biðjast afsökunar. Það geri ég hér með í fullkominni auðmýkt andspænis þeim persónum sem í raun eiga hér hlut að máli. Það sagði ég einnig opinberlega í fyrra," segir m.a. í yfirlýsingu biskupsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert