Risastór eldisstöð á Reykjanesi

Stálgrindarhús stöðvarinnar rís.
Stálgrindarhús stöðvarinnar rís. mbl.is/RAX

Silfurgráar stálsperrur rísa nú ein af annarri upp úr svörtu hrauninu yst á Reykjanesi. Þær eru hluti af burðarvirki fyrsta áfanga fiskeldisstöðvar Stolt Sea Farm Hafnir þar sem senegalflúrum, heitfengum flatfiskum ættuðum frá Senegal í Afríku, mun vaxa fiskur um hrygg í upphituðum sjó frá Reykjanesvirkjun.

Í fyrsta áfanga eldisstöðvarinnar á að framleiða um 500 tonn af senegalflúru á ári í rúmlega 17.000 fermetra húsnæði og skapa 35 ný störf. Stefnt er að því að ljúka byggingu hans í maí 2013. Í öðrum áfanga eru 54.000 fermetra stórar byggingar og á þar að framleiða 1.500 tonn á ári til viðbótar.

Í umfjöllun um þessar framkvæmdir í Morgunblaðinu í dag kemur m.a. fram, að fullbyggð mun fiskeldisstöðin nota 2.000 sekúndulítra af 35°C heitum sjó frá Reykjanesvirkjun. Honum verður blandað við 2.000 sekúndulítra af 8-9°C heitum sjó sem tekinn er úr fimm borholum við stöðina. Þannig fæst 20°C heitur sjór sem er kjörhiti senegalflúrunnar. Starfsmenn verða þá 75 talsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert