Tekjur vegna álvers ekki í fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar

Ný þjóðhagspá gerir ekki ráð fyrir rekstri álvers í Helguvík ...
Ný þjóðhagspá gerir ekki ráð fyrir rekstri álvers í Helguvík fyrr en 2014. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

„Þessar upplýsingar byggjast ekki á því að þeir hafi haft samband við forsvarsmenn Century Aluminum eða Norðuráls,“ segir Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, um nýja þjóðhagsspá Hagstofunnar þar sem ekki er gert ráð fyrir álveri í Helguvík fyrr en á árinu 2014.

Nú munu Íslenskir aðalverktakar [ÍAV] vinna að því að loka húsinu og lítur út fyrir að þeir láti af störfum í nóvember.

Stóð ekki til að gera meira í bili

„Aðalverktakarnir hafa verið með í að byggja upp stálgrindina og loka húsinu. Í sjálfu sér hefur ekki staðið til að halda lengra þegar því væri lokið. Það í sjálfu sér er engin ný frétt fyrir okkur,“ segir Árni.

Hann segist ganga út frá því sem forsvarsmenn Norðuráls segi þeim og að það hafi engar breytingar orðið á þeirri lýsingu. „Þeir telja að samningar um orku við HS-orku séu efnislega komnir en það sé verið að fara yfir tæknileg atriði sem þeir hafa nefnt og ég hef nú ekki heyrt annað en að báðir séu að segja það sama þó það sé einhver mismunandi orðanotkun í því þannig að ég tel engar yfirlýsingar hafa komið til okkar um neitt annað,“ segir Árni.

Helguvíkurhöfn er erfið fyrir rekstur Reykjanesbæjar

„Við gerum ráð fyrr því að á miðju ári séu framkvæmdirnar komnar aftur af stað. Við höfum reyndar ekki sett það inn í okkar fjárhagsáætlanir. Við erum löngu hætt að ætla það inn í okkar fjárhagsáætlun, sveitarfélagsins. En þetta er það sem að við okkur er sagt og af þeim sem eiga að fjalla um málið.“

-Er þá ekki gert ráð fyrir neinum tekjum vegna Helguvíkur í næstu fjárhagsáætlun?

„Það lá fyrir við undirbúning fyrir fjárhagsáætlun næsta árs að við höfum ekki gert það. Við höfum ekki ætlað að byggja á því. Það sama á reyndar við um kísilver og aðrar framkvæmdir sem við erum vongóð um en við höfum ekki talið okkar aðstæður leyfa okkur að setja það inn í fjárhagsáætlun sem tekjuaukandi aðgerðir.“

-Hvernig gengur annars vinnan við fjárhagsáætlunina?

„Við erum að leggja fram til fyrri umræðu áætlunina og þar náum við endum saman í bæjarsjóði en það er alveg ljóst að Helguvíkurhöfn er okkur mjög þung og þessar tafir sem þar hafa orðið hafa náttúrlega kallað á endurfjármögnun þar sem fjármagnskostnaður er mikill en sáralitlar tekjur að koma inn. Það er okkur mjög þungt og verður áfram þungt og við erum að gera ráð fyrr því á næsta ári að það verði sami þungi í því.“

-Það hlýtur því að liggja á að framleiðsla hefjist í Helguvík?

„Það liggur gríðarlega mikið á því að hér fái fólk vinnu. Ég var að sjá það á föstudaginn að það virðist vera að atvinnulausum sé að fjölga um 100 á milli mánaða frá september til október. Þannig að það er nú ekki eins og botninum þar hafi verið náð.“

Forstjóri Century telur framkvæmdir geta hafist í upphafi árs

Árni segir að Michael A. Bless, forstjóri Century Aluminum, hafi sagt nýlega á hluthafafundi að hann vonaðist til að samningar gætu klárast innan næstu tveggja mánaða um orku og að þá gætu framkvæmdir hafist að nýju í upphafi næsta árs. Það séu í raun nýjustu fregnir af málinu frá álfyrirtækinu.

Tengdar fréttir:

Telja að framkvæmdir í Helguvík tefjist

Höfnin óþægur ljár í þúfu

Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar.
Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar.
Helguvíkurhöfn er erfið fyrir rekstur Reykjanesbæjar.
Helguvíkurhöfn er erfið fyrir rekstur Reykjanesbæjar. mbl.is/Arnór Ragnarsson
mbl.is

Innlent »

Helga landaði laxi með glæsibrag

09:45 Reykvíkingur ársins 2019 er Helga Steffensen, sem hefur skemmt yngstu kynslóðinni í 40 ár með Brúðubílnum, og hún fékk því fyrst allra að renna fyrir lax í Elliðaánum í morgun. Þrátt fyrir hæga byrjun á laxveiðisumrinu átti hún ekki í vandræðum með að krækja í fisk. Meira »

Skoða hvort Vigdís hafi lagt í einelti

09:16 Eineltis- og áreitnisteymi Ráðhúss Reykjavíkurborgar rannsakar kvartanir skrifstofustjóra skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, Helgu Bjargar Ragnarsdóttur, vegna framgöngu Vigdísar Hauksdóttur fulltrúa Miðflokksins í borginni. Tæplega 100 blaðsíðna erindi þess efnis barst Vigdísi með ábyrgðarpósti í gærkvöldi. Meira »

Þurrkurinn í júní mun ekki slá metið frá 1971

07:57 Svo bar til að það rigndi í Reykjavík síðdegis í gær. Ekki var það nú mikið því 0,2 millimetrar mældust í sjálfvirka mælinum við Veðurstofu Íslands þegar lesið var af honum klukkan 16 í gærdag. Meira »

Birgjar neita að koma með vörur

07:57 Ljóst er að kaupmenn í miðbænum hafa ekki farið varhluta af tíðum framkvæmdum þar og dæmi eru um að birgir hreinlega neiti að keyra vörur í verslun sökum erfiðs aðgengis. Meira »

Lúsmý spýtir ensími í stungurnar

07:37 Í stillum og hlýju veðri eins og verið hefur undanfarið getur lúsmýið flogið út um allt. Það hefur dreift sér víða í sumarbústaði og heimahús í sveitum og bítur á nóttunni,“ segir Gísli Már Gíslason, prófessor í vatnalíffræði við Háskóla Íslands. Meira »

Farnar að éta og hreyfa sig

07:25 Litla-Grá og Litla-Hvít fóru fljótlega að hreyfa sig og éta eftir komuna í laugina í Vestmannaeyjum í nótt. Þær fara síðar í griðasvæði í Klettsvík sem er hið fyrsta í heiminum sem er sérhannað fyrir mjaldra. Meira »

Þinglok væntanlega á morgun

07:10 Þingfundur stóð yfir til klukkan 1:44 í nótt og hefst að nýju klukkan 10. Samið hefur verið um að þinglok verði væntanlega á morgun. Fyrsta mál á dagskrá Alþingis í dag er þingsályktunartillaga forsætisráðherra um frestun á fundum Alþingis til 28. ágúst. Meira »

Sést til sólar milli skýjanna

06:52 Útlit er fyrir svipað veður á landinu í dag og var í gær. Búast má við norðanátt, ekki er hún hvöss, heldur víða á bilinu 3-8 m/s. Eitthvað gæti sést til sólar milli skýjanna. Hitinn verður frá 5 stigum með norðurströndinni upp í 15 stig á Suðurlandi þegar best lætur. Meira »

Útgjöld ríkissjóðs aukin

05:30 Ekki er gert ráð fyrir afgangi af rekstri ríkissjóðs næstu tvö árin, samkvæmt breytingartillögum meirihluta fjárlaganefndar á þingsályktunartillögu fjármálaráðherra um fjármálaáætlun fyrir næstu fjögur ár. Meira »

Lokaverkefni við HÍ á íslensku táknmáli

05:30 Eyrún Ólafsdóttir skilaði meistaraprófsverkefni sínu frá Menntavísindasviði Háskóla Íslands á íslensku táknmáli og varð þar með fyrst nemenda til þess, en hún brautskráist á laugardag. Meira »

Meta áhrif þess að afnema skerðingar

05:30 Fela á félags- og barnamálaráðherra að láta gera úttekt á fjárhagslegum áhrifum þess fyrir ríkissjóð að afnema skerðingar ellilífeyris almannatrygginga vegna tekna af atvinnu verði þingsályktunartillaga velferðarnefndar Alþingis samþykkt. Meira »

Fleiri hafa sótt um hæli í ár

05:30 Fleiri hælisleitendur hafa sótt um alþjóðlega vernd það sem af er ári miðað við sama tíma í fyrra, samkvæmt tölum Útlendingastofnunar. Þar kemur fram að 322 einstaklingar hafi sótt um alþjóðlega vernd hér á landi fyrir lok maí, sem er meiri fjöldi en á sama tíma í fyrra, þegar talan var alls 235. Meira »

Fyrsta mótið í krossgátum

05:30 Í tilefni af útgáfu bókarinnar Krossgátur, veglegrar bókar sem inniheldur 50 krossgátur af síðum Morgunblaðsins, verður haldið meistaramót í krossgátum í Hádegismóum í dag, fimmtudag, klukkan 17. Meira »

Grillin fóru á góða staði hjá áskrifendum

05:30 Grillin sem fimm áskrifendur Morgunblaðsins fengu í gær eftir útdrátt í áskrifendahappdrætti Morgunblaðsins komu sér vel.  Meira »

Segir Willum fara með rangt mál

Í gær, 23:44 Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Sam­fylk­ing­ar og nefnd­armaður í fjár­laga­nefnd, seg­ir í færslu á Face­book-síðu sinni að það hafi verið ótrúlegt að hlusta á formann fjárlaganefndar fara með rangt mál og ósannindi þegar hann sagði að trúnaður hefði verið á breytingartillögum ríkisstjórnarinnar á fjármálaáætlun. Meira »

Litla-Grá og Litla-Hvít komnar heim

Í gær, 23:14 Löngu og ströngu ferðalagi mjaldrasystranna Litlu-Hvítrar og Litlu-Grárrar lauk nú á ellefta tímanum þegar þær komu til Vestmannaeyja með Herjólfi. Ferðalagið tók alls um 19 klukkustundir og systurnar voru farnar að sýna þreytumerki við komuna til Eyja að sögn Sig­ur­jóns Inga Sig­urðsson­ar. Meira »

Allt gert fyrir Litlu-Grá og Litlu -Hvít

Í gær, 21:37 Áhöfn og farþegar í Herjólfi bíða nú þolinmóðir eftir flutningabílunum tveimur sem flytja mjaldrasysturnar sem komu til landsins í dag eftir langt og strangt flug frá Sjanghæ. Meira »

Smíðar eru ekki fjarlægar guðspjöllum

Í gær, 21:24 Sr. Sigurður Jónsson, sóknarprestur í Áskirkju í Reykjavík undanfarin 13 ár, útskrifaðist úr húsasmíði í kvöldskóla Fjölbrautaskólans í Breiðholti á dögunum. Meira »

Hvað er íslenskt og hvað ekki?

Í gær, 20:16 Framleiðendur lopapeysa á Íslandi eru ekki ánægðir með aukna framleiðslu lopapeysa í Kína sem seldar eru undir þeim formerkjum að vera íslenskar. Þó að notuð sé íslensk ull til framleiðslunnar þar eystra þykir handbragðið sjálft ekki vera það sama. Meira »
Skemmtibátur til sölu.
Glæsilegur skemmtibátur, Skilsö 33 árg. 2000. Svefnpláss fyrir 4-6. Vél volvo pe...
Kantsteins og múrviðgerðir
Vertíðin hafin hafið samband í símum 551 4000. 6908000 á verktak@verktak.is e...
Bang & Olufsen hljómtæki til sölu
til sölu um 10 ára gömul Bang og Olufsen hljómtæki. Beosound 4000, Beolab 4000 s...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Allar stærðir sendibíla. Gámaflutningar gámaleiga.Traust og góð þjónusta. Kris...