Ekki hlustað á foreldra

Landakotskirkja
Landakotskirkja mbl.is/ÞÖK

Viðmælendur rannsóknarnefndar kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, sem áttu börn í, eða voru aðstandendur barna í Landakotsskóla, kvörtuðu yfir framkomu Margrétar Müller, kennara við skólann, við börnin. Kemur fram í skýrslu nefndarinnar að fólk hafi talið að ekki þýddi neitt að kvarta.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndarinnar sem birt var á föstudag.

Faðir sem átti börn í Landakotsskóla á árunum 1976 til 1989 lýsti því að margir foreldrar hefðu verið mjög ósáttir við kennslu- og uppeldisaðferðir Margrétar. Þessi viðmælandi nefndarinnar segist hafa þekkt séra George vel sem skýrði ef til vill það að börn hans hefðu sloppið nokkuð vel.

Stundum hefði þeim foreldrum þó ofboðið framganga hennar og í eitt skipti hefðu þau farið á fund séra George og kvartað. Kvað hann sér hafa komið á óvart að séra George brást ókvæða við, hann „trylltist, jós úr sér fúkyrðum og sagðist vera orðinn þreyttur á að hlusta á lygasögur um nefnda Margréti“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert