Ummæli ráðherra komu Veðurstofunni í opna skjöldu

Þannig leit spákort veðurfræðings út í fréttum Sjónvarps að kvöldi …
Þannig leit spákort veðurfræðings út í fréttum Sjónvarps að kvöldi 8. september, sem gilti fyrir mánudaginn 10. september.

„Þetta kom okkur á óvart, við vitum ekki alveg hvað býr að baki ummælum ráðherra og hvað hann á við. Við getum fært góð rök fyrir því að þessu hafi verið spáð þokkaleg vel og tímanlega, þó að veðrið hafi sums staðar orðið verra en gert var ráð fyrir. Samt sem áður höfðum við spáð vondu veðri.“

Þetta segir Theodór Freyr Hervarsson, framkvæmdastjóri eftirlits- og spásviðs Veðurstofunnar, um þau ummæli Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra á Alþingi í fyrradag, að enginn hefði spáð fyrir um óveðrið á Norðurlandi í byrjun september sl. og engar viðvaranir gefnar út.

Theodór segir starfsmenn Veðurstofu ekki getað tekið undir orð ráðherra. Vegna ummæla hans var tekið saman minnisblað fyrir umhverfisráðuneytið þar sem farið er yfir spár og viðvaranir Veðurstofu vegna óveðursins á Norðurlandi 9. til 11. september sl. Gaf ráðuneytið síðan út tilkynningu síðdegis í gær, sem byggði á minnisblaðinu.

Spáð með nokkurra daga fyrirvara

Samkvæmt minnisblaðinu, sem Morgunblaðið fékk afrit af, kom óveðrið fyrst inn í útgefnar textaspár Veðurstofunnar þriðjudaginn 4. september. Þá var því spáð að á mánudeginum 10. september yrði hvöss norðanátt og rigning eða slydda norðan- og austantil. Eftir því sem nær dró mánudeginum breyttist spáin ekki ýkja mikið en upplýsingar urðu ítarlegri.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert