ÍLS óttast að tapa meira fé

ÍLS segir frystingu lána almennt ekki lausnin á þeim vanda …
ÍLS segir frystingu lána almennt ekki lausnin á þeim vanda sem við blasir. mbl.is/RAX

„Við höfum ekki enn séð þann bata sem við höfum vænst. Sjálfur áleit ég að lánasafnið myndi styrkjast þegar leiðréttingum á gengis- og bílalánum væri lokið, að þegar allt þetta væri um garð gengið færum við að sjá bata. Það eru mestu vonbrigðin að sjá að það hefur ekki ræst.“

Þetta segir Sigurður Erlingsson, forstjóri Íbúðalánasjóðs, í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag um brostnar vonir sjóðsins um efnahagsbata.

Staða sjóðsins er þröng en stjórnendur hans telja þörf á 12-14 milljarða króna viðbótarfjárveitingu til að ná lögbundnu eiginfjárhlutfalli.

Sigurður telur að sú upphæð kunni að hækka, enda séu margir lántakendur að lenda í vanskilum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert