Þeim fjölgar sem vilja afturkalla ESB-umsóknina

Höfuðstöðvar Evrópusambandsins í Brussel.
Höfuðstöðvar Evrópusambandsins í Brussel. mbl.is/afp

Meirihluti þjóðarinnar vill afturkalla umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu (ESB). Þetta kemur fram í blaði Heimssýnar sem dreift er með Morgunblaðinu í dag.

Heimssýn fékk Capacent Gallup til að kanna afstöðu þjóðarinnar til ESB-umsóknarinnar. Svörin sýndu að 53,5% vilja afturkalla umsóknina, 36,4% vilja halda henni til streitu og 9,9% voru hlutlaus. Könnunin var gerð á netinu í september og október 2012.

Capacent Gallup spurði sömu spurningar fyrir Heimssýn sumarið 2011. Þá vildi 51% afturkalla umsóknina og 38,5% voru henni hlynnt. Nýja könnunin sýnir því að þeim fjölgar sem vilja afturkalla ESB-umsóknina.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert