Rætt um endurskoðun kirkjujarðasamningsins

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra við setningu Prestastefnu 2012 í Hallgrímskirkju.
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra við setningu Prestastefnu 2012 í Hallgrímskirkju.

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir að ríkið sé reiðubúið að setjast að samningaborðinu og endurskoða kirkjujarðasamninginn sem var gerður við þjóðkirkjuna árið 1997. „Við munum eiga viðræðufundi með kirkjunni um það efni.“

Þetta kom fram í sérstakri umræðu á Alþingi um stöðu þjóðkirkjunnar og safnaða landsins í ljósi niðurskurðar undanfarinna ára, en Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var málshefjandi.

Ögmundur segir að það sama eigi við kirkjuna og aðrar stofnanir í samfélaginu sem hafi orðið af peningum vegna hrunsins. „Spurningin er hins vegar sú á hvern hátt við færum þennan samning inn í framtíðina. Við erum tilbúin og opin fyrir því að setjast niður með kirkjunni með það fyrir augum að endurskoða þennan samning.“

Birgir spurði Ögmund hvernig hann sæi fyrir sér þróunina í samskiptum ríkis og kirkju á næstu árum. „Það er eðlilegt að hæstvirtur innanríkisráðherra svari því hvort að það séu fyrirhugaðar breytingar á lagaumhverfi þjóðkirkjunnar og þá hverjar,“ spurði Birgir.

Þá spurði Birgir hvort breytingar væru fyrirhugaðar á samkomulagi ríkis og kirkju frá 1997 og hvort einhverjar viðræður ættu sér stað um það. Loks hvort og þá hvernig ráðherra hygðist bregðast við áhyggjum, bæði lærðra og leikra, um fjárhagsstöðu sókna og afleiðinga hennar fyrir safnaðarstarfið.

Beðið tillagna frá kirkjuþingi

„Við lítum svo á, og ég held að ég tali þar fyrir hönd Alþingis almennt, að kirkjan sé sjálfstæð og sjálfráð um sín innri málefni,“ segir Ögmundur og bætir við að það hafi  verið grundvallarforsenda samkomulagsins frá 1997.

Hvað þetta snertir þá vinni kirkjuþing nú að tillögugerð og tillögurnar verði teknar fyrir í innanríkisráðuneytinu þegar þær liggja fyrir „en þó fyrst og fremst sem milligönguaðili að koma því á framfæri við Alþingi sem síðan sest yfir það“.

Ögmundur bendir á að þjóðkirkjan fái framlög á fjárlögum til að standa straum af rekstri sínum. Í höfuðdráttum séu framlögin af tvennum toga.

Í fyrsta lagi framlag til Biskupsstofu til að greiða laun tiltekins fjölda kirkjunnar þjóna og starfsmanna Biskupsstofu. Þetta sé bundið í lögum um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar frá 1997. „Það er jafnframt samningsbundið og byggt á svokölluðu kirkjujarðasamkomulagi frá sama ári. En með því afsalaði þjóðkirkjan til ríkisins eignum og eru greiðslur ríkisins hugsaðar sem arður af þeim eignum,“ segir Ögmundur.

Í öðru lagi sé um að ræða framlag á fjárlögum til að standa straum af rekstrarkostnaði sókna þjóðkirkjunnar og kirkjuhúsa. Framlagið er bundið í lögum um sóknargjöld og fleira frá árinu 1987. Ögmundur bendir á að skv. eldri lögum um sama efni, þá hafi sóknirnar sjálfar annast álagningu og innheimtu sóknargjaldsins. Með gildandi lögum hafi sóknargjaldið, með samþykki kirkjunnar, hins vegar verið umreiknað yfir í tiltekið hlutfall tekjuskatts. Innheimt með honum og skilað til sóknanna með mánaðarlegum greiðslum.

„Því hefur verið haldið fram að með þessari breytingu sé nú sá eðlismunur á að ríkið innheimti ekki lengur sóknargjöld og framlagið til sóknanna sé eins og hvert annað framlag úr ríkissjóði, fjármagnað með almennri skattheimtu. Að mínum dómi er þetta misskilningur. Sóknargjaldið var alltaf hugsað sem gjald þeirra sem tilheyra þjóðkirkjunni. Til hennar fyrir félagsaðild,“ sagði Ögmundur.

Kirkjan ekki andmælt að hún lúti sömu skerðingu og aðrir

Eftir efnahagshrunið árið 2008 voru bæði framlögin til kirkjunnar skert. „Framlögin sem byggjast á kirkjujarðasamkomulaginu hafa verið skert með samkomulagi við þjóðkirkjuna og hefur kirkjuþing árlega samþykkt slíka skerðingu,“ sagði Ögmundur.

Birgir segir að það sem sé alvarlegast í þessu sé að ríkið hafi innheimt tiltekin gjöld á tilteknum forsendum sem sóknargjöld „en skilar ekki nema hluta af þeim til þess sem er hinn réttmæti eigandi“, sagði hann.

„Ríkið hefur seilst ofan í vasa kirkjunnar, ef svo má segja, með því að halda eftir hluta af því gjaldi sem ríkið hefur innheimt fyrir hönd safnaðanna, sóknanna,“ sagði hann ennfremur.

„Kirkjan hefur aldrei andmælt því að hún lúti sömu skerðingu og aðrir aðilar í þjóðfélaginu. Hún hefur aldrei gert ágreining um þetta. Hún hefur hins vegar viljað láta hið sama ganga yfir sig og aðra. Það sem gerðist með sóknargjöldin var að þau voru látin lúta skerðingum en síðan ekki verðbætt. Það er nokkuð sem kom fram í skýrslu sem ég lét gera í fyrra og sýndi fram á að sóknargjöldin hefðu sætt meiri skerðingu en gerðist almennt um stofnanir hins opinbera,“ sagði Ögmundur.

Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Golli
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Þurfa að meta áhættu og viðbúnað

17:45 Landspítalinn hefur ekki ákveðið hvort keypt verða ný tæki eða tekið ákvörðun varðandi annan viðbúnað ef starfsfólk spítalans þarf aftur að sjóða neysluvatn vegna aukinna jarðvegsgerla. Meira »

WOW ekki bótaskylt vegna fugls

17:13 Samgöngustofa hefur hafnað bótakröfu farþega sem átti bókað flug með WOW air frá Barcelona til Keflavíkur í ágúst á síðasta ári. Fluginu var aflýst vegna vélarbilunar þar sem fugl fór inn í hreyfil flugvélarinnar í flugtaki. Meira »

„Ég er algjörlega kominn á botninn“

17:04 Jóhannesi Baldurssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra markaðsviðskipta hjá Glitni, er gefið að sök að hafa lagt á ráðin um markaðsmisnotkun bankans, en fyrir dómi í dag sagði hann það ekki vera rétt. Meira »

Borgin og Rauði krossinn styrkja Vin

16:28 Reykjavíkurborg og Rauði krossinn hafa gert samning um að borgin greiði 47 milljónir til starfsemi Vinjar og tryggi þannig athvarf, fræðslu- og batasetur fyrir fólk með geðfötlun. Kostnaður við þjónustu er 42 milljónir króna og fimm milljónir eru vegna húsnæðiskostnaðar. Meira »

Verklagsreglum ekki verið fylgt

15:44 „Málið er litið alvarlegum augum,“ sagði Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, á fundi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis í dag um muni sem haldlagðir voru í rannsóknar lögreglunnar á skemmtistaðnum Strawberries árið 2013 en hafa ekki fundist í fórum hennar. Meira »

Velta fyrir sér mögulegum ástæðum

15:31 Yfirvöld í Fjarðarbyggð velta fyrir sér tveimur mögulegum ástæðum fyrir því að aukinn fjöldi jarðvegsgerla hefur greinst í Norðfirði. Meira »

Varðveisla sönnunargagna í beinni

14:53 Fundað verður í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis í dag um varðveislu sönnunargagna í sakamálum. Fundurinn hefst klukkan 15:00 og verður steymt beint hér á mbl.is. Meira »

Taldi viðskiptin vera innan heimilda

15:13 „Mitt aðalstarf var stýring erlendra hlutabréfa,“ sagði Valgarð Már Valgarðsson, einn ákærðra í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis. Hann kom þó einnig að nokkru leyti að viðskiptum deildar eigin viðskipta Glitnis með hlutabréf í bankanum sjálfum og fyrir það er hann ákærður. Meira »

Skúli gefur kost á sér í 3ja sæti

14:24 Skúli Helgason gefur kost á sér í 3. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar fyrir komandi borgarstjórnarkosningar sem fram fer 10. febrúar næstkomandi. Skúli hefur verið borgarfulltrúi í eitt kjörtímabil og hefur stýrt skóla- og frístundamálum á þeim tíma. Meira »

Líkfundur í Öræfum

14:01 Látinn maður fannst við Sandfell í Öræfum um hádegisbil í dag. Það voru björgunarsveitarmenn í Öræfum sem fundu manninn, en þær höfðu verið kallaðar til þegar farið var að grennslast fyrir um ástæður þess að bifreið hafði staðið mannlaus. Meira »

Uppbygging á Kringlureit á næstu árum

13:50 Í dag skrifuðu Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Guðjón Auðunsson forstjóri Reita undir viljayfirlýsingu Reykjavíkurborgar og Reita um uppbyggingu á Kringlureitnum og verður það umfangsmesta uppbygging á svæðinu frá því verslunarmiðstöðin Kringlan var opnuð árið 1987. Meira »

Vill Árna Pál í Brexit-málið

13:46 Björn Valur Gíslason, fyrrverandi varaformaður og þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, leggur það til á vefsíðu sinni að Árni Páll Árnason, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, verði fenginn til liðs við stjórnvöld vegna hagsmunagæslu Íslands í tengslum við fyrirhugaða útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Meira »

Varar við tjörublæðingum

13:33 Vegagerðin varar við tjörublæðingum á leiðinni á milli Jökulsárlóns og Hafnar í Hornafirði. Þetta kemur fram á vefsíðu hennar í dag. Fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag þar sem rætt er við Rafn Harðarson, vörubílstjóri hjá flutningsfyrirtækinu Sigga danska ehf. Meira »

Guðni flutti ávarp á sænsku

13:23 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, tók til máls á sænsku þegar hann ávarpaði gesti í sænsku konungshöllinni nú rétt í þessu. Sýnt var frá ávarpinu beint á vef konungshallarinnar. Meira »

Réttmæt gagnrýni Landspítalans

12:41 „Ég held að menn læri af þessu og reyni að bæta sig en við þurfum alltaf að vera viðbúin því að hlutirnir gangi aldrei alveg 100% eins og við vildum hafa þá,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir. Meira »

Vegurinn um Súðavíkurhlíð opinn

13:24 Hálka eða snjóþekja á vegum á Vesturlandi og Vestfjörðum samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Búið er að opna veginn um Súðavíkurhlíð og unnið er að mokstri í Ísafjarðardjúpi. Meira »

Guðni í beinni frá konungshöllinni

13:03 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Karl Gústaf Svíakonungur, ávarpa gesti í sænsku konungshöllinni í dag og má hér fylgjast með útsendingu af viðburðinum. Meira »

Beið í fimm ár eftir ákæru

12:20 Pétur Jónasson, fyrrum starfsmaður eigin viðskipta hjá Glitni, er ákærður fyrir markaðsmisnotkun vegna viðskipta með hlutabréf í bankanum. Hann segist telja að viðskipti bankans með eigin bréf hafi verið í hagnaðarskyni. Það hafi verið honum persónulega þungbært hversu lengi málið hefur dregist. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Girðingarnet
Eigum til gott og ódýrt 6 strengja girðingarnet. Tilvalið fyrir sumahúsið. ww...
fjórir stálstál-stólar nýtt áklæði.þessir gömlu góðu sími 869-2798
er með fjóra nýklædda stálstóla þessa gömlu góðu á 40,000 kr sími 869-2798...
Hreinsa þakrennur
Hreinsa þakrennur ryðbletta þök og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í síma...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9 og ka...
L helgafell 6018011719 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...
Vantar þig trésmið
Iðnaðarmenn
Vantar þig trésmið? Úrræðagóður húsa...
Skattadagurinn
Fundir - mannfagnaðir
SKATTADAGUR FLE Ráðstefna um skattam...