Svölurnar eru félagsskapur flugfreyja og flugþjóna sem hefur frá árinu 1974 safnað fé til styrktar góðum málefnum. Á laugardaginn munu þær standa fyrir markaði til styrktar sex ára stúlku sem glímir við erfiðan og sjaldgæfan sjúkdóm en frá því í vor hafa þær prjónað, saumað og safnað vörum til sölu.
Markaðurinn á laugardaginn er til styrktar Sunnu Valdísi Sigurðardóttur sem er sex ára og glímir við sjaldgæfan sjúkdóm sem nefnist AHC.