Tillögu stjórnlagaráðs breytt

Sérfræðingarnir kynntu stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd niðurstöðurnar. F.v. Oddný Mjöll Arnardóttir, …
Sérfræðingarnir kynntu stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd niðurstöðurnar. F.v. Oddný Mjöll Arnardóttir, Páll Þórhallsson og Hafsteinn Þór Hauksson. mbl.is/Kristinn

Hópur fjögurra sérfræðinga sem fór yfir tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá gerði 75 breytingar á tillögum ráðsins. Sérfræðingahópurinn skilaði af sér í gær. Skilabréfinu fylgja drög að frumvarpi að stjórnarskrá upp á 114 greinar auk bráðabirgðaákvæðis.

Veigamesta breyting sérfræðingahópsins verður að teljast sú að hann tekur upp óbreytta grein um þjóðkirkjuna úr núgildandi stjórnarskrá og er það gert í samræmi við niðurstöðu ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Þá eru gerðar margar breytingar á orðalagi, víða er textinn styttur og á nokkrum stöðum aukið við.

Við grein um menntun er t.d. bætt ákvæði um að virða skuli „rétt foreldra til þess að tryggja að menntun barna þeirra sé í samræmi við trúar- og lífsskoðanir þeirra.“

Í umfjöllun ujm  mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir m.a., að sérfræðingahópurinn bendi á það í skilabréfinu að ekki hafi farið fram „heildstætt og skipulagt mat á áhrifum stjórnarskrártillagnanna í heild. Það verkefni kallar á þverfaglega vinnu sem hópnum var ekki falin“. Hópurinn gerir ráð fyrir að slíkt mat fari fram á vettvangi Alþingis. Auk þess bendir hann á tiltekin atriði sem kalla á nánari skoðun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert