Andlát: Ármann J. Lárusson glímukappi

Ármann J. Lárusson.
Ármann J. Lárusson.

Ármann J. Lárusson, sigursælasti glímumaður Íslandssögunnar, andaðist á Landspítalanum að morgni 14. nóvember, áttræður að aldri.

Ármann fæddist í Reykjavík 12. mars 1932, sonur hjónanna Lárusar Salómonssonar, lögreglumanns og glímukappa, og Kristínar Gísladóttur húsfreyju.

Ármann fór ungur að vinna, var verkamaður, lögreglumaður og starfaði sjálfstætt við byggingarvinnu, hellu- og flísalagnir.

Ármann var mjög sigursæll frjálsíþróttamaður og glímukappi. Hann vann Grettisbeltið fyrst árið 1952 og var glímukóngur fjórtán ár í röð frá árunum 1954-1967. Ármann vann Ármannsskjöldinn árið 1950 og vann skjöldinn aftur á árunum 1953-1956 og 1958-1960 eða samtals átta sinnum. Enginn annar hefur leikið þetta eftir.

Ármann tók mikinn þátt í byggingu Fríkirkjunnar Kefas á Vatnsenda og var virkur í safnaðarstarfinu.

Ármann kvæntist Björgu R. Árnadóttur árið 1953. Þau eignuðust tvö börn, Sverri Gauk og Helgu Rögnu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert