Fiskflutningabíll fór út af í Mýrdal

Engin slasaðist þegar fiskflutningabíll fór út af þjóðvegi 1, við …
Engin slasaðist þegar fiskflutningabíll fór út af þjóðvegi 1, við bæinn Rauðháls í Mýrdal snemma í morgun. mbl.is/ Jónas Erlendsson

Engin slys urðu á fólki þegar flutningabíll fullur af fiski fór út af á þjóðvegi 1, við bæinn Rauðháls í Mýrdal, í morgun. Afar hált er á þessum slóðum, en mikil hálka myndaðist á veginum í nótt.

Bíllinn valt ekki, en hann þurfti að afferma, því létta þurfti bílinn til að geta komið honum aftur upp á veginn og komu starfsmenn Landflutninga og Framrásar í Vík að því verki. Annar flutningabíll kom síðan á vettvang til að flytja fiskinn á leiðarenda.

Frá vettvangi í morgun.
Frá vettvangi í morgun. mbl.is/ Jónas Erlendsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert