Lögreglusamvinna til fyrirmyndar

E-töflur sem lögreglan fann við húsleit.
E-töflur sem lögreglan fann við húsleit.

Samstarf lögreglunnar í Kaupmannahöfn og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við rannsókn á umfangsmiklu fíkniefnamáli hefur verið til fyrirmyndir að sögn Steffen Thaaning Steffensen, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni í Kaupmannahöfn. Rannsóknin hafði staðið yfir í viku þegar lögregluembættin létu til skarar skríða, að því er segir á vef dönsku lögreglunnar.

Í gær voru tveir karlmenn handteknir sem eru báðir búsettir á Íslandi. Annar þeirra er 39 gamall pólskur karlmaður en hinn maðurinn er 27 ára gamall Íslendingur.

Þeir hafa verið úrskurðaðir í fjögurra vikna gæsluvarðhald í þágu rannsóknarinnar, en rannsókn málsins er unnin í samvinnu við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu.

Lögreglan framkvæmdi húsleitir á nokkrum stöðum og lagði hald á 40.741 e-töflu, hálft kíló af kókaíni og 26.500 dali í reiðufé. Kókaínið og peningarnir fundust í hótelherbergi pólska mannsins, sem er sagður höfuðpaurinn. Hann fór til Danmerkur sl. föstudag. E-töflurnar fundust í íbúð í Kaupmannahöfn þar sem Íslendingurinn dvaldi í.

Á sama tíma handtók lögregla höfuðborgarsvæðisins 26 ára gamlan íslenska karlmann við komuna til Íslands með flugi frá Kaupmannahöfn. Hann hefur einnig verið úrskurðaður í gæsluvarðhald.

Steffen Thaaning Steffensen, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Kaupmannahöfn, kveðst ánægður með að hafa árangur rannsóknarinnar. Þá segir hann að samstarf lögreglunnar í Kaupmannahöfn og þeirrar íslensku hafi verið náin og til fyrirmyndar.

Fram kemur á vef RÚV að götuverðmæti efnanna sé metið á um 430 milljónir íslenskra kr. Þá er haft eftir Thaaning að það liggi í augum uppi af sinni hálfu að flytja hafi átt eiturlyfin til Ísland.

Lögreglan lagði m.a. hald á fjármuni.
Lögreglan lagði m.a. hald á fjármuni.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert