68 atkvæði skildu á milli

Össur Skarphéðinsson.
Össur Skarphéðinsson. Rax / Ragnar Axelsson

Einungis 68 atkvæði skildu þau Össur Skarphéðinsson og Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur að í baráttunni um fyrsta sætið í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík. Össur fékk 972 atkvæði í fyrsta sætið, en Sigríður Ingibjörg 904.

Valgerður Bjarnadóttir, sem einnig sóttist eftir fyrsta sætinu, fékk 292 atkvæði í það og hafnaði í því fjórða. Alls fékk Össur 1.800 atkvæði í 1.-8. sæti, en Sigríður Ingibjörg fékk 2.082.

6.600 flokksfélagar voru á kjörskrá, 2.514 eða 38% greiddu atkvæði.

Þetta kemur fram í úrslitum, sem birt eru á vefsíðu Samfylkingarinnar.

Frétt mbl.is: Össur í 1. sæti, Sigríður í 2. sæti

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
mbl.is