Funda um ESB-umsóknina í Strassburg

Evrópuþingið í Strasbourg.
Evrópuþingið í Strasbourg. Wikipedia/JPlogan

Fundur sameiginlegar þingmannanefndar Íslands og Evrópusambandsins vegna umsóknarinnar um inngöngu í sambandið hófst í dag í húsnæði Evrópuþingsins í Strassburg en fundinum lýkur á morgun.

Fram kemur á heimasíðu Alþingis að á dagskrá fundarins séu samskipti íslands og ESB með áherslu „með áherslu á stöðu yfirstandandi aðildarviðræðna auk þess sem fjallað verður um sjávarútvegsmál, viðbrögð stjórnvalda í ESB og á Íslandi við fjármálakreppunni og ástandið í Norður-Afríku og fyrir botni Miðjarðarhafs.“

Fyrir hönd Íslands sitja fundinn Skúli Helgason og Sigmundur Ernir Rúnarsson þingmenn Samfylkingarinnar, Birgitta Jónsdóttir þingmaður Hreyfingarinnar, Gunnar Bragi Sveinsson þingmaður Framsóknarflokksins, Jón Bjarnason þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, og Ragnheiður E. Árnadóttir og Þorgerður K. Gunnarsdóttir þingmenn Sjálfstæðisflokksins.

mbl.is

Bloggað um fréttina